James Rodriguez á sér enga framtíð hjá Real Madrid og Jorge Mendes, umboðsmaður hans skoðar næsta skref.
Mendes hefur unnið náið með Wolves á Englandi og nú er þessi öflugi leikmaður orðaður við Wolves.
Úlfarnir eru sagðir skoða það að kaupa James á 71 milljón punda í sumar, með hjálp Mendes er möguleiki á að fá hann þangað.
James er með samning til 2021 en hann hefur spilað 13 leiki á þessu tímabili.
Miðjumaðurinn frá Kólumbíu er 28 ára gamall en hann hefur ekki fundið taktinn síðustu ár.