fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Lögreglan sendir skrifstofufólkið sitt heim út af COVID-19

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. mars 2020 20:59

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV fékk í dag ábendingu þess efnis að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði sent mestallt skrifstofufólk sitt heim vegna COVID-19. Starfsfólk sinnti vinnu sinni að mestu leyti að heiman.

DV bar þetta undir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúa lögreglunnar, sem staðfesti ábendinguna. Gunnar segir:

„Já, það er rétt að töluverður hluti þeirra starfsmanna embættisins sem vinna við skrifstofustörf sinna nú verkefnum sínum að heiman. Samhliða hefur aðgengi innandyra á lögreglustöðvunum verið breytt tímabundið á meðan viðbragðsaðilar starfa á neyðarstigi. Sett hafa verið upp hólf á öllum lögreglustöðvunum til að vernda starfsemina eftir því sem kostur er. Þessum aðgerðum er ætlað að takmarka áhrif þess ef smit kemur upp hjá starfsmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð