fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Fyrsta þriðja stigs smitið komið fram

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. mars 2020 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextíu og níu smit hafa verið staðfest hér á landi vegna kórónuveirunnar, þar af eru 15 innanlandssmit. Hátt í 600 manns eru núna í sóttkví.

Þessar nýjustu tölur um stöðuna á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi komu fram á blaðamannafundi vegna veirunnar í Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greindi frá því að 40 starfsmenn spítalans væru í sóttkví, þar af sex í einangrun. Einn sjúlkingur lægi á spítalanum með COVID-19 en hann væri að útskrifast. Varðandi fækkun starfsfólks vegna veirunnar sagði Páll að aðgerðir væru í gangi sem myndu tryggja nægilega þjónustu og starfsemi við lífsnauðsynlegar aðgerðir, til dæmis á skurðstofum. Páll sagði jafnframt að heilsugæslur væru allar starfhæfar og þar sem smit hefðu orðið þar hefði öllum reglum verið fylgt.

Valtýr Stefán Thors barnasmitsjúkdómalæknir hrósaði íslenskum foreldrum fyrir yfirvegun og hvað þeir fylgdu öllum reglum vel. Mikilvægt væri að ræða um veiruna við börn á því stigi sem börnin skildu og gera þeim ljóst að ekki væri ástæða til að vera óttasleginn.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögeglustjóra, sagði að eitt þriðja stigs smit væri komið fram. Það tengist ekki smituðum nemanda við MH.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Í gær

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar