fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Gunnar Smári segir stafsetningaperrum til syndanna: „Fólk á Facebook dregur niður skoðanir fólks fyrir að vera ekki rétt stafsettar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. mars 2020 15:56

Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti, hjólar í þá sem gagnrýna sífellt stafsetningu og málfar fólks. Hann segir þetta einn anga stéttarkúgunar:

„Þótt það hafi kannski eitthvað dregið úr því, sér maður samt enn fólk hér á Facebook draga niður skoðanir fólks fyrir að vera ekki rétt stafsettar eða málfræðilega réttar. Þetta er náttúrlega stéttakúgun, hinn skár setti hluti verkalýðsins er að berja á hinum lakar setta, líklega til að halda völdum sínum og stöðu í umræðunni.“

Hann spyr hvort eðlilegt sé að meta ávallt texta út frá stafsetningu. „Allt er það svo sem eðlilegt, ef fólk gætir þess ekki að halda afstöðu sinni við þá kúguðustu er það byrjað að kúga áður en það veit af. En ég ætlaði svo sem ekki að fara út í þá sálma, heldur var ég að lesa áðan hér á Facebook kröftugan texta sem tjáði skarpa sýn á samfélagið en var skemmtilega vitlaus þegar hann var metinn sem stafsetningarpróf,“ segir Gunnar Smári.

Hann veltir því upp hvort vísvitandi villur verði það sem koma skal. „Þegar ég las velti ég fyrir mér hvort þess væri langt að bíða að íslenskt lágstéttarfólk brygðist við eins og svartir í Bandaríkjunum, sem hafa mátt þolað svona menningarkúgun vegna skemmri skólagöngu og minni tengsla við þann menningarheim sem þar er innrættur nemendum; en viðbrögð þeirra var að gera stafsetninguna að baráttutæki og skreyta sig með frjálslegri stafsetningu, skrifa nafnið sitt sem GunnnAr Zmāry, svo ég leyfi mér menningarnám, að nota þá stafi sem fólki finnst smartari, tilkomumeiri eða fyndnari … ekki bara þá sem eru réttari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu