fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Jóhannes Björn segir heimskreppuna hafna: „Vírusinn er á góðri leið með að slátra hagkerfinu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. mars 2020 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Björn Lúðvíksson, höfundur bókarinnar Falið Vald og samfélagsrýnir, segir að COVID-19 hefði varla getað komið á verri tíma. Hann segir kreppu á heimsvísu nú staðreynd. Á Facebook skrifar Jóhannes:

„Kórónuvírusinn, Corvid-19, hefði ekki getað komið á verra augnabliki. Síðan hagkerfi heimsins hrundi 2008 hefur mesta skuldasöfnun seinni tíma rétt haldið í horfinu. Hagkerfi heimsins framleiðir vörur og þjónustu upp á 85 trilljónir dollara (evrópskar billjónir) en skuldirnar í kerfinu hljóða upp á 225 trilljónir dollara. Þetta skuldahlutfall á sér enga hliðstæðu og það þolir enga “svarta svani” eða óvænt áföll.“

Jóhannes segir fjárfestingabólu í Kína sem sé að springa. „Í Kína, þar sem vírusinn er á góðri leið með að slátra hagkerfinu, eru útistandandi skuldir í kerfinu upp á 40 trilljónir dollara. Það hrikalegasta er að Kínverjar fjárfesta mest í steinsteypu — í draugaborgum þar sem fáir eða enginn býr — en um 80% þess sem almenningur hefur sparað hefur runnið til fasteignakaupa (margfalt hærra hlutfall en á Vesturlöndum). Þetta er ein rosalegasta fjárfestingabóla allra tíma. En kínverska fasteignaævintýrinu er lokið — og það satt að segja stóð miklu lengur en flest hagfræðilíkön reiknuðu með. Kínverska skuggabankakerfið nálgast gjaldþrot og fasteignaverðið hrynur með í fallinu,“ segir Jóhannes.

Hann segir að hagstjórn síðustu ára hafi einungis skilað sér í auknum tekjum þeirra ríkustu. „Það sorglegasta við hagstjórn seinni ára er að peningaaustur seðlabanka heimsins, ásamt gjafavöxtum og neikvæðum vöxtum, hefur nær eingöngu skilað sér í auknum tekjum ríkasta fólks jarðarinnar. Þessa stundina á 1% jarðarbúa meira en 40% allra hlutabréfa. Örfáir einstaklingar luma á meiri eignum heldur en helmingur jarðarbúa. Þessa dagana erum við að horfa upp á hvernig óvæntir utanaðkomandi atburðir geta látið þessa fáránlegu spilaborg hrynja,“ segir Jóhannes Björn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu