fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Staðfest að skimun fyrir kórónuveirunni fer fram

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 8. mars 2020 14:16

Kári Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alda Möller landlæknir staðfesti rétt í þessu á blaðamannafundi um kórónuveiruna að skimum fyrir veirunni sem Íslensk erfðagreining bauð fram fyrir helgi mun fara fram og hefjast eftir nokkra daga. Hafði Alda verið í sambandi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, vegna málsins.

Áhöld voru uppi um það í gær hvort skimunin teldist til vísindarannsóknar og þarfnaðist því leyfi. ÍE lýsti því yfir að félagið myndi ekki sækja um leyfi fyrir skimuninni.

Núna hefur verið staðfest að skimunin flokkast undir heilbrigðisþjónustu en ekki vísindarannsókn og mun hún því verða framkvæmd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð