fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Lokanir í Hafnarfjarðarbæ vegna kórónuveirunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 8. mars 2020 10:59

Frá Hafnarfirði. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um lokun á starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19) og er ákvörðun tekin með hliðsjón af þeirri breytingu.

Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir:

„Allir hlutaðeigandi verða látnir vita um leið og hægt verður að hefja starfsemi að nýju. Önnur þjónusta fjölskyldu- og barnamálasviðs helst órofin sbr. öll heimaþjónusta, stuðningsþjónusta, þjónusta í íbúðakjörnum og á heimilum. Sviðið vinnur eftir skýrum verkferlum og er í nánu samstarfi við neyðarstjórn sveitarfélagsins og almannavarnir. Heimsóknarbann hefur verið sett á Hrafnistuheimilinu í Hafnarfirði og á hjúkrunarheimilinu á Sólvangi. Ákvörðun hefur verið tekin um að loka dagdvölinni á Sólvangi. Dagdvölin á Hrafnistu er opin sem og dagþjálfunin í Drafnarhúsi. Staðan verður endurmetin daglega og tilkynningar og upplýsingar sendar til hlutaðeigandi. Eftirfarandi starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar verður lokað.

Félagsstarf

  • Hraunsel Flatahrauni 3
  • Hjallabraut 33
  • Sólvangsvegur 1
  • Lækur Hörðuvöllum 1
  • Mötuneyti á Hjallabaut 33 og Sólvangsvegi 1 verða einnig lokuð

 

Vinnu- og virknimiðuð stoðþjónusta fyrir fatlað fólk

  • Hæfingarstöðin Bæjarhrauni
  • Geitungar, atvinnuþjálfun
  • Vinaskjól, lengd viðvera
  • Skammtímadvöl Hnotubergi“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu