fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Fyrrverandi eigandi veitingastaðanna Asíu og Sjanghæ sleppur við fangelsi vegna kórónuveirunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 8. mars 2020 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gilbert Khoo, sem sakfelldur var fyrir stórfellt smygl í Bretlandi fyrr á árinu, fékk skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna aldurs síns og undirliggjandi sjúkóma sem gera hann útsettan fyrir COVID-19 sjúkdómum. Dómurinn var kveðinn upp síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram í samantekt Daily Mail um áhrif kórónuveirunnar á fangelsismál og dóma í Bretlandi. Segir að útbreiðsla veirunnar gæti orðið til þess að hættulegir glæpamenn yrðu látnir lausir.

Gilbert getur þó vart flokkast undir hættulega glæpamenn. Hann var fundinn sekur um smygl á ungálum í útrýmingarhættu, að verðmæti hátt í andvirði 900 milljóna íslenskra króna. Í dómnum var honum álasað fyrir að hafa með þessum hætti unnið skaða á dýrategund í útrýmingarhættu til þess eins að hagnast fjárhagslega, en ungáll er mjög eftirsótt vara í Asíu.

Gilbert, sem er fæddur og uppalinn í Malasíu, var þekktur og umsvifamikill veitingamaður á Íslandi síðustu tvo áratugi síðustu aldar. Líklega er hann þekktastur fyrir rekstur veitingastaðanna Sjanghæ og Asíu við Laugaveg en hann átti marga fleiri, meðal annars stofnaði hann skyndibitastaðinn Bamboo í Mjóddinni. Má fullyrða að Gilbert hafi átt stóran þátt í að Íslendingar kynntust asískri matargerð. Undanfarin ár hefur Gilbert verið búsettur í Bretlandi og starfað sem fisksali.

Meðfylgjandi er mynd og myndatexti úr tímaritinu Frjáls verslun úr kynningu á veitingastaðnum Sjanghæ. Fréttir og kynningar á starfsemi Gilberts hér á landi voru algengar á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Þess má geta að Gilbert er enn með íslenska kennitölu. Í þjóðskrá er hann skráður til heimilis í Bretlandi. Hann heitir fullu nafni Gilbert Yokpeck Khoo.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“
Fréttir
Í gær

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife