fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Kári býður fram aðstoð sína – Einstakt á heimsvísu – „Alveg sjálfsagt að slást í hópinn“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 6. mars 2020 22:11

Kári Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreininngar, hefur boðið fram hjálp fyrirtækis síns í baráttunni gegn COVID-19 veirunni. RÚV greinir frá þessu.

Alma Möller landlæknir segir að slíkt yrði einstakt á heimsvísu. Kári segir að það eigi eftir að ákveða hvernig skimunin mun fara fram hjá Íslenskri erfðagreiningu en hann tjáði sig um málið í viðtali á Rás 2 í dag.

„Hugmyndin er að gera þetta bara eins og það er gert núna á Landspítalanum, að menn myndu búa til einhvers konar drive-through þar sem fólk keyrði að einhverjum stað, þar sem að það myndi stinga hausnum út um gluggann og fólk sem væri klætt í réttan varnarbúnað með grímu og sloppa og hanska myndi taka úr þeim sýni úr nefholi,“ sagði Kári.

Kári sagði þá einnig að hjá Íslenskri erfðagreiningu sé rannsóknarstofa sem henti vel til skimunar á veirunni. „Við getum gert þetta tiltölulega hratt og finnst alveg sjálfsagt að slást í hópinn með þeim sem eru að reyna að búa til skilning á þessu.“

Þá segir Kári að Íslensk erfðagreining muni senda frá sér tilkynningu á næstunni um að allir með einkennni í efri öndunarfærum, kvef eða hálsbólgu geti komið í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti
Fréttir
Í gær

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reknir úr snorklferð fyrir „ófullnægjandi sundkunnáttu“

Reknir úr snorklferð fyrir „ófullnægjandi sundkunnáttu“