fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Heimsóknir til fanga á Íslandi núna bannaðar vegna COVID-19

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. mars 2020 20:09

Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, hefur sent frá sér tilkynningu um viðbúnaðarstig í fangelsum landsins vegna COVID-19 veirunnar. Eftir að neyðaststigi var lýst yfir í dag í kjölfar fyrstu innanlandssmitanna hafa skilyrði í þágu heftunar útbreiðslu veirunnar í fangelsum verið hert. Eru heimsóknir til fanga nú bannaðar.

Afstaða hvetur yfir yfirvegunar, þolinmæði og umfram allt hreinlætis á þessum tímum Kórónuveirunar en tilkynningin er eftirfarandi:

Tilkynning til fanga og aðstandenda

Þar sem almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna COVID-19 veirunnar hefur það í för með sér að fangelsi landsins eru á sett á sama stig. Þetta mun þegar í stað hafa töluverð áhrif á skjólstæðinga Fangelsismálastofnunar, þ.e. vistmenn í fangelsum hér á landi.

Hafa ber í huga að þessi áætlun er endurskoðuð daglega og er eingöngu með hagsmuni fanga, fangavarða og þeirra starfsmanna sem koma að fangelsunum.

Eins og staðan er núna þá eru:

1. Heimsóknir í fangelsin ekki leyfðar.

2. Engir flutningar verða á milli fangelsa.

3. Leyfi úr fangelsum verða ekki veitt að svo stöddu.

4. Öllum fundum hagsmunasamtaka er frestað, þar með talið Afstöðu og AA-samtakanna.

Afstaða fundar með Fangelsismálastofnun daglega og sambandið þar á milli er stöðugt á meðan þessum þrengingum og takmörkunum stendur. Eftir því sem málum vindur fram getur þurft að þrengja eða létta á takmörkunum.

Eins og áður biður Afstaða alla að taka fréttum sem þessum af yfirvegun og ró. Fyrst og fremst þurfa allir að hugsa um hreinlæti og að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis.

Afstaða hvetur til þess að allir sýni þolinmæði á þessum mjög krefjandi tímum í fangelsum landsins. Öllum til heilla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti
Fréttir
Í gær

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reknir úr snorklferð fyrir „ófullnægjandi sundkunnáttu“

Reknir úr snorklferð fyrir „ófullnægjandi sundkunnáttu“