fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Ferðalangar í hættu á hálendinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. mars 2020 15:44

Björgunarsveit að störfum. Myndin tengist ekki frétt beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði er nú á leið til byggða með tvo skíðagöngumenn sem ætluðu sér að þvera hálendi Íslands frá norðri til suðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Mennirnir óskuðu eftir aðstoð í gegn um tengilið sinn í Kanada og þar sem upplýsingar voru ekki skýrar var ekki vitað nákvæmlega um ástand mannana. Þeir höfðu þó gert rétt í undirbúningi sínum, voru í sambandi við Safe Travel, skildu þar eftir ferðaáætlun sína og aðgang að ferli sínum í gegn um neyðarsendi. Því var hægt að sjá allar upplýsingar um mennina svo og staðsetningu auk þess að haft var samband við tengilið varðandi nánari upplýsingar.

Tveir vélsleðamenn fóru úr Eyjafirði fyrr í dag og gátu ekið beint á mennina þar sem þeir voru í tjaldi við Svíná austan Urðavatna ofan við Eyjafjörð. Annar mannanna var orðinn blautur og kaldur og áttu þeir því í erfiðleikum með að snúa við til byggða eða halda áfram. Beðið er eftir björgunarsveitarbifreið úr Eyjafirði og verða mennirnir fluttir til Akureyrar. Þeir geta þó vel við unað því með góðum undirbúningi og skráningu ferðaáætlunar með helstu upplýsingum hjá Safetravel var hægt að aðstoða þá fljótt og vel og fór því betur en annars hefði getað farið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðra sálardrottninguna Arethu Franklin

Heiðra sálardrottninguna Arethu Franklin
Fréttir
Í gær

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur