fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Heiðrar móður sína með heimildamynd

Fókus
Sunnudaginn 8. mars 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Clara Lemaire Anspach, dóttir kvikmyndagerðarkonunnar Sólveigar Anspach, á ekki í langt að sækja hæfileika sína en um þessar mundir vinnur hún hörðum höndum að heimildamynd um móður sína.

Heimildamyndin heitir Sólveig mín og segir í henni frá ferli og ævi Sólveigar. Leikstýran sáluga sérhæfði sig í heimildamyndagerð framan af ferlinum en sneri sér svo í auknum mæli að leiknum myndum. Meðal mynda hennar eru „Haut les cæurs“, Nakin Lulu og Stormviðri sem var valin til þátttöku á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2003.

Reiknað er með frumsýningu heimildamyndarinnar síðar á þessu ári en Clara vinnur að myndinni ásamt Körnu Sigurðardóttur. Þau Ingvar E. Sigurðsson, Didda Jónsdóttir og Óttarr Proppé eru á meðal þeirra sem skjóta upp kollinum í myndinni, en verkið er klippt af Elísabetu Ronaldsdóttur, sem hefur gert garðinn frægan í Hollywood síðastliðin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð