fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Dularfullt hvarf Guðmundar Geirs að skýrast – Sjómenn fengu mannsbein í veiðifærin

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. mars 2020 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan hefur staðfest að mannsbein sem sjómenn fengu í veiðifræi sín árið 2017 hafi úr Guðmundi Geir Sveinssyni sem hvarf á dularfullan hátt árið 2015. Lögreglan greinir frá þessu í tilkynningu.

„Þann 26. desember 2015 hófst leit að Guðmundi Geir Sveinssyni sem fæddur var 13. apríl 1974 og búsettur á Selfossi en sterkar vísbendingar voru um að hann hafi fallið í Ölfusá við kirkjugarð Selfoss. Leitin reyndist árangurslaus og var hætt en allar götur síðan hafa menn svipast um eftir því hvort eitthvað fyndist sem skýrt gæti hvarf hans,“ segir lögreglan.

Nokkru síðar fundu sjómenn umrætt bein. „Þann 18. maí 2017 fengu sjómenn á snurvoðarbát upphandleggsbein úr manni í veiðarfærin þar sem þeir voru við veiðar á Selvogsgrunni.   Sýni úr beininu var sent í aldursgreiningu með geislakolsaldursgreiningu og fékkst þar sú niðurstaða að það væri úr manni sem að líkindum hefði látist á árabilinu 2004 til 2007 og því fáir sem komu til greina sem eigendur að því,“ segir í tilkynningu.

Sýni úr beininu var sent til Svíþjóðar. „Í janúar s.l. var ákveðið að útvíkka árabil þau sem leitað var innan og við rannsókn Rättmedicinalverket í Svíþjóð kom í ljós að DNA snið úr beininu samsvaraði DNA sýnum sem aflað hafði verið úr aðstandendum Guðmundar Geirs þegar hann hvarf.     Fundað hefur verið með aðstandendum um þessa niðurstöðu og verða þessar jarðnesku leifar afhentar þeim á allra næstu dögum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“