fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Ragnari varð ekki um sel eftir flug með Icelandair og óttast veiruna alræmdu – „Drulluskítugir, krumpaðir og kámugir”

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. mars 2020 13:52

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist uggandi eftir flug með Icelandair til Íslands. Hann segist hafa tekið eftir því að lesefni um borð sé augljós smithætta á veirunni alræmdu, COVID-19. Hann hvetur flugfélagið að huga sinn gang.

„Í flugvélum Icelandair er að finna matseðla og Saga bæklinginn ofl. Sem er vandlega komið fyrir í plasti. Þessu lesefni, sem ætlað er farþegum til að panta sér mat og drykk eða versla, er auðsjáanlega hvorki endurnýjað eða þrifið nema að litlu leiti,“ segir Ragnar.

Honum segist ekki hafa verið um sel eftir þetta. „Ég kom til landsins með vél Icelandair frá Munchen á mánudag, ekki frá hættusvæði en einhverjir smitaðir hafa komið með þessum vélum dagana áður, og get ég fullyrt að þegar ég tók upp áðurnefnda bæklinga varð mér ekki um sel. Þeir voru drulluskítugir, krumpaðir og kámugir og plöstin litlu skárri og litu út eins og að hafa verið á biðstofu á annasömum stað í c.a. áratug eða meira. Ég hvet Icelandair til að gera viðeigandi ráðstafanir. Svo því sé haldið til haga þá sprittaði ég mig í bak og fyrir eftir að hafa snert á þessum ófögnuði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Í gær

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“