fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Íslenskt VAR kerfi að verða klárt: Búið að funda með KSÍ og fara nú til Hollands

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskt VAR kerfi er að verða fullklárað en fyrirtækið OZ hefur hannað kerfið undanfarið, það er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari sem hefur leitt þá vinnu. Fréttablaðið segir frá.

VAR er að verða stór hluti af fótboltanum, margir þola ekki þessa myndbandsdómgæslu en hún er kominn til að vera. Kerfið sem er notað á Englandi er of dýrt fyrir knattsyrnusambönd eins og KSÍ.

Því hefur OZ verið að hanna kerfi sem er minna í sniðum en þeir vonast til að það nái því sama fram.

„Verði það samþykkt getur hver sem er tekið þetta upp. Við teljum okkur vera með lausn sem er aðgengileg fyrir flest knattspyrnusambönd, stór sem smá. Við erum að þróa þetta þannig að það þarf ekki jafn mikinn tilkostnað við að koma þessu á laggirnar. Það er í raun hægt að hafa VAR-miðstöðina hvar sem er. Í dag er þetta þannig á Englandi að miðstöðin er í Stockley Park. Þá hafa þeir ljósleiðara inn og fá merki frá öllum völlum inn í þá miðstöð,“ sagði Vilhjálmur Alvar við Fréttablaðið.

Vilhjálmur heldur til Hollands á næstu dögum þar sem hann kynnir kerfið fyrir FIFA sem er með VAR vinnustofu í Hollandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Í gær

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“