fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Kínverskur ferðamaður kom með 170 kíló af 100 króna mynt til landsins – Seðlabankinn neitar að skipta myntinni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku kom kínverskur ferðamaður, Wei Li, hingað til lands og hafði meðferðis 170 kíló af 100 króna mynt. Það gerir um 1,6 milljónir króna. Hann fór síðan í Seðlabankann til að skipta myntinni en var vísað frá. Hann undrast það því hann hefur tvisvar áður komið hingað til lands með mikið magn af mynt og skipt án vandkvæða.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Hefur blaðið eftir Li að það borgi sig ekki að koma með smærri mynt en 100 krónur því borga þurfi fyrir yfirvigt í flugi á leið hingað til lands. Sumir peninganna eru alveg heilir en aðrir eru talsvert skemmdir.

Eftir að Li hafði verið vísað frá í Seðlabankanum fór hann í Arion banka en ekki leið á löngu þar til átta lögreglumenn komu á vettvang og spurðu hann spjörunum úr. Fréttablaðið hefur eftir honum að hann skilji vel að það sem hann gerir veki athygli en hann fari eftir lögum og reglum.

„Ég fæ myntina frá myntbraskara úti í Kína. Ég veit ekki hvaðan allt kemur en hluti kemur frá endurvinnslufyrirtæki sem kaupir samanpressaða bíla frá Íslandi. Þar leynist mikið af mynt.“

Er haft eftir honum. Hann sagði jafnframt að hann borgi ekkert fyrir myntina nema ef honum tekst að skipta henni, þá fái myntbraskarinn sanngjarnan hlut. Li gaf allt upp við komuna til landsins og sýndi blaðamanni Fréttablaðsins kvittun því til staðfestingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf