fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Kínverskur ferðamaður kom með 170 kíló af 100 króna mynt til landsins – Seðlabankinn neitar að skipta myntinni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku kom kínverskur ferðamaður, Wei Li, hingað til lands og hafði meðferðis 170 kíló af 100 króna mynt. Það gerir um 1,6 milljónir króna. Hann fór síðan í Seðlabankann til að skipta myntinni en var vísað frá. Hann undrast það því hann hefur tvisvar áður komið hingað til lands með mikið magn af mynt og skipt án vandkvæða.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Hefur blaðið eftir Li að það borgi sig ekki að koma með smærri mynt en 100 krónur því borga þurfi fyrir yfirvigt í flugi á leið hingað til lands. Sumir peninganna eru alveg heilir en aðrir eru talsvert skemmdir.

Eftir að Li hafði verið vísað frá í Seðlabankanum fór hann í Arion banka en ekki leið á löngu þar til átta lögreglumenn komu á vettvang og spurðu hann spjörunum úr. Fréttablaðið hefur eftir honum að hann skilji vel að það sem hann gerir veki athygli en hann fari eftir lögum og reglum.

„Ég fæ myntina frá myntbraskara úti í Kína. Ég veit ekki hvaðan allt kemur en hluti kemur frá endurvinnslufyrirtæki sem kaupir samanpressaða bíla frá Íslandi. Þar leynist mikið af mynt.“

Er haft eftir honum. Hann sagði jafnframt að hann borgi ekkert fyrir myntina nema ef honum tekst að skipta henni, þá fái myntbraskarinn sanngjarnan hlut. Li gaf allt upp við komuna til landsins og sýndi blaðamanni Fréttablaðsins kvittun því til staðfestingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast