fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Segja heilsudýnurnar frá sér ekki innihalda þau skaðlegu efni sem eru í umræðunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. september 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunin Svefn&heilsa er meðal þeirra verslana sem selja svokallaðar „Bodyprint“ heilsudýnur en þær laga sig að líkamanum. Undanfarið hefur geisað mikil umræða um mögulega skaðsemi dýna (og heilsukodda) en margar þeirra eru taldar innihalda hættuleg efni sem geta jafnvel valdið myglusveppi og skaðað heilsu á ýmsan hátt.

Við sögðum frá þessu máli í frétt á sunnudagskvöldið. Vilmundur Sigurðsson stofnaði um helgina Facebook-hópinn „Er rúmið mitt að drepa mig“ þar sem hann lýsir afar slæmum áhrifum Tempur dýnu af þessu tagi á heilsu sína og hvernig heilsufar hans snarbatnaði á stuttum tíma við að skipta um dýnu.

Verslunin Svefn&heilsa er einn þeirra aðila sem selja „Bodyprint“ heilsudýnur. Dýnan sem Vilmundur átti var hins vegar af gerðinni Tempur en slíkar dýnur eru ekki til sölu í Svefni&heilsu sem selur dýnur af gerðinni Body Print. DV bar þessa umfjöllun undir Sigurð Matthíasson, forstjóra Svefns&heilsu, og sagðist hann fagna þessari umræðu, þar sem hún gæfi honum tilefni til að koma því á framfæri að „Bodyprint“ vörur sem eru til sölu í Svefni&heilsu væru lausar við þau skaðlegu efni sem um ræðir. Sigurður birti síðan eftirfarandi yfirlýsingu á Facebook:

„Við fögnum ágætis umræðu sem skapast hefur á Facebook um skaðsemi dýna, viljum við í Svefn & heilsu koma eftirfarandi yfirlýsingu á framfæri. IQ-CARE sem heita Bodyprint í dag innihalda ekki þau skaðlegu efni sem eru í umræðunni. Viðskiptavinir okkar geta því farið áhyggjulausir að sofa. Eftirfarandi vottorð frá viðurkenndum Evrópskum stofnunum sýna fram á þá staðreynd.“

Með yfirlýsingunni birtir Sigurður nokkur vottorð frá evrópskum eftirlitsstofnunum sem staðfesta þetta og er mynd af einu þeirra hér í fréttinni.

„Ég vil árétta að þessar kvartanir hafa ekkert með vörurnar frá okkur að gera og þær koma okkur í rauninni ekki við,“ áréttar Sigurður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?