fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Stríðið er hafið á Nou Camp: Abidal kallaður á fund eftir gagnrýni Messi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona hefur boðað til neyðarfundar með Eric Abidal, yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu.

Lionel Messi, stjarna Barcelona hefur ákveðið að fara í stríð við Abidal. Þetta gerir Messi eftir viðtal sem Abidal fór í. Abidal sagði að sumir leikmenn hefðu verið hættir að leggja sig fram undir stjórn Ernesto Valverde, sá var rekinn í upphafi árs. ,,Það var vandamál með leikmenn, þeir lögðu sig ekki eins mikið fram og samskiptin voru ekki frábær. Þetta eru hlutir sem fyrrum leikmaður áttar sig á,“ sagði Abidal.

,,Ég sagði félaginu mína skoðun og þeir tóku svo ákvörðun.“

Messi er ekki sáttur með þessa yfirlýsingu Abidal og fór á Instagram til að lesa yfir honum. ,,Ég kann illa við svona hluti, það verða allir að taka ábyrgð á sínu starfi og þeim ákvörðunum sem eru teknar í starfi,“ skrifaði Messi. ,,Leikmenn bera ábyrgð á því sem gerast innan vallar, við vitum þegar við spilum ekki vel. Þeir sem stýra á skrifstofunni, eiga einnig að taka ábyrgð. Taka ábyrgð á sínum ákvörðunum.“

,,Þegar þú talar um leikmenn, þá skaltu nefna nöfn. Annars eru allir undir grun, sögusagnir fara af stað sem eru ekki réttar.“

Bartomeu hefur boðað til fundar í dag en margir spá því að Abidal missi starf sitt enda Messi maðurinn sem öllu ræður hjá Barcelona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona