fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Kórónaveiran nálgast Ísland – Komin til Skandinavíu

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 16:44

Íslendingar, sem staddir eru erlendis, vilja fylgjast vel með gangi mála.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskur ferðamaður sem var á ferð um Finnland hefur greinst með sýkingu vegna kórónaveirunnar. Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest þetta en grunur liggur um að 15 manns séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Greint er frá þessu í sænskum fjölmiðlum en Vísir greindi frá hér á landi.

Búið er að setja kínverska ferðamanninn í einangrun í Finnlandi en þetta er fyrsta staðfesta tilfellið í Skandinavíu. Ferðamaðurinn er frá borginni Wuhan í Kína, þar sem talið er að veiran eigi upprunna sinn.

Kórónaveiran hefur þegar orðið rúmlega 130 einstaklingum að bana og að minnsta kosti 6.000 hafa veikst af völdum hennar. Sérfræðingar telja að veiran muni halda áfram að valda usla næstu mánuði og telja að enn séu að minnsta kosti átta vikur þar til hægt verður að hefja prófanir á hugsanlegu bóluefni gegn veirunni.

Kórónaveiran hefur dreift sér hrattt um heimsbyggðina tilfelli af veirunni hafa greinst víða í Evrópu. Þá sagði DV frá því fyrr í vikunni að íslenskt par á Spáni hafi verið í einangrun vegna gruns um kórónaveiruna en síðar kom í ljós að parið var ekki sýkt af veirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Í gær

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“