fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Tveir Íslendingar sagðir í einangrun á Spáni vegna gruns um kóróna-veiruna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. janúar 2020 22:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir Íslendingar, kona á sjötugsaldri og karl á sextugsaldri, eru sögð hafa verið sett í einangrun síðdegis í dag á sjúkrahúsi í Torrevieja vegna gruns um að þau séu með kóróna-veiruna.

Frá þessu er greint á vef Cadena Ser á Spáni.

Konan leitaði fyrst til læknis eftir að hafa verið með hita og hósta. Þar kom í ljós að fólkið hafði áður verið í Kína, nánar tiltekið í borginni Whuan, þar sem faraldurinn nú er talinn eiga rætur sínar. Fullyrt er í fréttinni að um Íslendinga sé að ræða.

Parið er nú sagt dvelja á sjúkrahúsi í Torrevieja þar sem þau eru sögð í einangrun. Í fréttinni er tekið fram að aðeins konan sé veik, en ekki hefur verið staðfest að um kóróna-veiruna sé að ræða. Heilbrigðisyfirvöld víða um heim eru þó á varðbergi vegna þess að veiran getur verið mjög skæð. Nú þegar hafa tugir látist í Kína af völdum veirunnar.

Í frétt Cadena Ser kemur fram að sýni hafi verið send til Carlos III-stofnunarinnar í Madrid þar sem úr því verður skorið hvort um veiruna sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi