fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Heiða ósátt við ákæruna yfir bróður sínum – „Ég er mjög slegin“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 14:59

Gunnar, Gísli og Heiða. Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er mjög slegin en við klárum þetta. Þetta er staðan, hann verður ákærður fyrir manndráp af ásetningi. Það var vonast eftir að ákæran myndi hljóða upp á manndráp af gáleysi en þetta er staðan og við því er ekkert að segja. Svo eru réttarhöldin þann 23. mars. Við tökum þessu af æðruleysi,“ segir Heiða Þórðardóttir, systir bræðranna Gunnars Jóhanns Gunnarssonar og Gísla Þórs Þórarinssonar heitins.

Gunnar varð Gísla að bana þann 27. apríl 2019 í smábænum Mehamn í Finnmörku í Norður-Noregi. Réttarhöldum hefur verið frestað ítrekað þar sem saksóknari gat ekki komið sér niður á efni ákæru. Heiða, sem var í nánu sambandi við báða bræðurna, hefur áður fullyrt í viðtölum við DV að hún telji að þetta hafi verið slys. Á sama máli er lögfræðingur Gunnars. Mbl.is greindi frá málinu í gærkvöld og þar segir verjandi Gunnars, Bjørn Gulstad: „Það kem­ur mjög flatt upp á mig að ákært sé fyr­ir mann­dráp af ásetn­ingi og ekki síður að lesa þann grund­völl sem héraðssak­sókn­ari set­ur fram með því ákæru­atriði.“ Hann segir jafnframt að fyrsta skotið hafi hlaupið úr byssunni áður en átök bræðranna um vopnið hófust. „Gísli Þór hafi þá gripið til vopns­ins og Gunn­ar þá tekið viðbragð og skotið hálf­bróður sinn í lærið í ógáti. Síðara skotið hafi svo hlaupið af við sjálf átök hálf­bræðranna sem þá hóf­ust og hafnað í vegg á heim­il­inu og því sé það full­kom­lega órök­rétt af hálfu ákæru­valds­ins að ákæra fyr­ir mann­dráp af ásetn­ingi þegar aug­ljóst sé að um mann­dráp af gá­leysi hafi verið að ræða, svo sem Gunn­ar hafi haldið fast við í öll­um sín­um framb­urði hingað til,“ segir í frétt mbl.is.

Heiða hefur ekki heyrt í Gunnari eftir birtingu ákærunnar en telur fullvíst að hún leggist mjög illa í hann. „Miðað við þau sönnunargögn sem lögmaður hans hefur undir höndum þá hefði ég talið öll efni til að ákæra fyrir manndráp af gáleysi. En svona er þetta og við mætum þessu af æðruleysi,“ segir Heiða sem verður viðstödd réttarhöldin 23. mars.

Sjá einnig:

Réttað yfir Gunnari 23. mars

Heiða stígur fram með nýjar upplýsingar um harmleikinn í Mehamn

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp
FréttirPressan
Í gær

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla kölluð út vegna varðelds í garði – Reyndist vera tveir einstaklingar með kattareyru að grilla

Lögregla kölluð út vegna varðelds í garði – Reyndist vera tveir einstaklingar með kattareyru að grilla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp í Kiðjabergi: Gæsluvarðhald tveggja manna framlengt til 10. maí

Manndráp í Kiðjabergi: Gæsluvarðhald tveggja manna framlengt til 10. maí
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skýr skilaboð frá „Hakkavélinni“ – Þetta dugir ekki

Skýr skilaboð frá „Hakkavélinni“ – Þetta dugir ekki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“