fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Réttað yfir Gunnari 23. mars: Fékk jólagjafir frá börnunum sínum og grét af gleði – „Martraðir, gríðarlegt samviskubit og söknuður“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. janúar 2020 20:00

Gunnar, Gísli og Heiða. Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöldum yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sem varð bróður sínum Gísla Þór Þórarinssyni, að bana, þann 27. apríl, í smábænum Mehamn í Finnmörku í Norður-Noregi, hefur verið frestað til 23. mars. Verður þá liðið tæpt ár frá atburðinum.

Gunnar Jóhann viðurkennir að hafa orðið bróður sínum að bana en segir að það hafi verið slys og alls ekki ásetningur að baki því að skot úr byssu hans fór í læri Gísla sem blæddi út. Undir þetta hefur Heiða Þórðardóttir, hálfsystir bræðranna, tekið en hún var í nánum samskiptum og vinfengi við þá báða. Heiða ræddi málið í viðtali við DV í vor sem vakti mikla athygli: Heiða stígur fram með nýjar upplýsingar um harmleikinn í Mehamn

Enn hefur ekki verið gefin út ákæra á Gunnar þar sem ákæruvaldið hefur ekki getað gert upp við sig hvort hann verður ákærður fyrir morð eða manndráp af gáleysi. Er það ástæða frestunar réttarhaldanna en þau áttu upphaflega að fara fram 2. desember.  „Miðað við sönnunargögn ætti það að vera manndráp af gáleysi og ég bið guð á himnum fyrir því að sá kostur verði valinn,“ segir Heiða í nýju viðtali við DV um málið. Það er Gunnari í óhag að hann mætti vopnaður heim til bróður síns en það mælir líka gegn ásetningi að skotið fór í læri Gísla, sem og ummæli Gunnars og systur hans um atburðinn.

Eins og nærri má geta hafa erfiðir tímar verið í fjölskyldu bræðranna og mikið ósætti, en margir í fjölskyldunni hafa tjáð mikinn fjandskap í garð Gunnars, sem og í garð Heiðu fyrir að tala máli hans. Ef marka má orð Heiðu hefur ástandið á Gunnari lagast mikið þann tíma sem hann hefur verið í varðhaldi og hefur hann gert sitt besta til að byggja sig upp.

„Fyrstu vikurnar voru Gunna afskapalega erfiður tími. Martraðir um atburðinn, gríðarlegt samviskubit og söknuður.  Og svo sjálfsásakanir eins og gefur að skilja. Það liðu nokkrar vikur þar til hann treysti sér til að hafa samband við mig. Þegar hann hringdi þá grétum við bæði en sögðum fátt,“ segir Heiða.

Táraðist yfir jólagjöfum frá börnum sínum

„Þetta er sárara en tárum taki, hugsaðu þér pabba hans, börnin hans og alla þá sem elska þennan dreng! Ég fæ sting í hjartað. Hann hafði samband við mig um jólin. Hann hafði óvænt fengið tvær jólagjafir frá börnunum sínum í Noregi, 3 og 4  ára, en fyrir á hann dreng með yndislegri konu, sá mun fermast á þessu ári. Hann grét og sagði þetta hafa verið toppinn á tilverunni fyrir sig þessi jól en hann saknar þeirra sárt sem og drengsins hér heima á Íslandi,“ segir Heiða.

Heiða segir að Gunnar sé í góðu formi, líkamlega og andlega, hann hafi hætt áfengisneyslu og byrjað að rækta sjálfan sig. „Hann hefur notað tímann sinn vel eftir að hann náði að hvílast og dreifa huganum, en hann hugsar og talar fallega um alla, líka þá sem hata hann. Þannig er Gunni. Hann tekur fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Allar afleiðingar hafa orsök, eins og sannleikurinn mun leiða í ljós.“

Heiða segir að bróðir hennar reyni líka að  láta gott af sér leiða auk þess að mennta sig: „Gunni tók meðal annars að sér fanga fyrir nokkru síðan sem var í yfirvigt, lagaði mataræðið hans og þjálfar hann, en hann er sjálfmenntaður í þeim fræðum. Sá gaur er búinn að missa 7 kíló á 4 – 5 vikum. Einnig er hann sestur á skólabekk aftur, en hann kláraði aldrei skyldunámið. Hann hyggst klára stúdentinn. Og nota þennan skelfilega atburð öðrum til góðs og víti til varnaðar. Hann les fagurbókmenntir og elskar bækurnar hennar Imbu ömmu, Ingbjargar Sigurðardóttur. Hann les heimspeki og biblíuna og allt það sem er gott fyrir sálina.

Hann er í góðu líkamlegu og andlegu jafnvægi í dag og talar af skynsemi og af mikilli hlýju. En það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Gísli er farinn og við söknum hans sárt, við situm ein eftir. Það bregst ekki að hann grætur þegar talið berst að Gísla, börnunum hans, mömmu og pabba hans. Við náum þó alltaf að grínast líka og hlæja – brosa í gegnum tárin,“ segir Heiða að lokum en hún verður viðstödd réttarhöldin yfir bróður hennar í Noregi þann 23. mars.

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Í gær

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“