fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Theodóra svíkur kjósendurna sem vildu hafna fúskinu

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 28. ágúst 2017 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodóra S. Þorsteinsdóttir þingmaður og bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar. Samsett mynd/DV

Það er virðingarvert hjá Theodóru S. Þorsteinsdóttur þingmanni og bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar að viðurkenna ástandið og hætta á þingi, en í því felst uppgjöf og svik við kjósendur sem kusu hana einmitt til þess að hafna fúski og breyta stjórnmálaumhverfinu til hins betra. Þetta segir Magnús Guðmundsson menningarritstjóri Fréttablaðins í leiðara blaðsins í dag. Theodóra tilkynnti um ákvörðun sína um helgina í viðtali við Kópavogsblaðið en hún hefur verið gagnrýnd fyrir að sitja á þingi á sama tíma og hún starfar sem bæjarfulltrúi í Kópavogi. Sagði Theodóra að ólíkt störfum sínum í Kópavogi þá sé þingmennskan meira eins og mjög óskilvirk málstofa en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna:

„Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“

sagði Theodóra. Magnús segir að Theodóra sé að lýsa stjórnmálamenningunni og ástandinu sem þjóðin hafi lengi verið meðvituð um en hafi ekki tekist að breyta:

Meirihlutinn ver sínar eigin hugmyndir, auk þess að hafna öllu sem kemur frá minnihlutanum, á kostnað faglegrar og uppbyggilegrar umræðu samfélaginu til góðs. Þessi þjösnalega og frumstæða stjórnmálamenning hefur lengi verið vandamál og eftir efnahagshrunið sá þjóðin afleiðingarnar. Valdhafar sátu á upplýsingum og gáfu þannig ekki færi á samræðu til þess að leita lausna og var á endanum vísað út af þjóðinni með skít og skömm,

Magnús Guðmundsson.

segir Magnús. Eftir hrun hafi svo komið fram stjórnmálahreyfingar á borð við Bjarta framtíð sem hafi viljað breyta stjórnmálamenningunni:

„Að afleggja fúskið sem felst í því að á stundum finnst manni eins og þingmeirihlutinn gæti allt eins verið úti á golfvelli og greitt atkvæði í gegnum símann því svo lítið fer fyrir eiginlegri samræðu.“

Segir Magnús að vandinn sé sá að það reyni aldrei á raunverulegan vilja til breytinga þegar flokkur sé kominn í meirihluta:

Og það sem er raunalegast af öllu er að það er vandfundinn sá flokkur sem hefur jafn snarlega aðlagað sig gömlu stjórnmálamenningunni á Alþingi og Björt framtíð. Öllum málum sem stjórnarandstaðan hefur tekið upp á Alþingi til þessa hefur verið hafnað á leifturhraða og þar hefur Theodóra S. Þorsteinsdóttir ekki látið sitt eftir liggja.

Magnús segir það virðingarvert hjá Theodóru viðurkenna ástandið og hætta á þingi, en í því felst uppgjöf og ákveðin svik við kjósendur sem hafi einmitt kosið hana til að hafna fúskinu og breyta stjórnmálamenningunni til hins betra:

Staðurinn til þess er fyrst og fremst á Alþingi Íslendinga og möguleikarnir til þess eru alltaf meiri fyrir þá þingmenn sem tilheyra meirihlutanum. Það eru því vonbrigði að Theodóra kjósi að gefast upp en ætli sér samt ekki að gera það fyrr en henni sjálfri hentar. Vonbrigði að hennar pólitíska hjarta slái aðeins fyrir Kópavog en ekki þá sem komu henni á þing og þjóðina sem þarf svo sárlega á bættri stjórnmálamenningu að halda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi