fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Keyrði á konu á bílaþvottastöð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður sem var að aka inn í bílaþvottastöð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í fyrradag  ók á konu sem stóð þar á gólfinu. Ökumaðurinn  kvaðst hafa ætlað að bremsa en ekki tekist þar sem bremsurnar virkuðu ekki eða vegna vætu á gólfinu. Sú sem ekið var á fann til eymsla og var flutt með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Nokkrar skemmdir urðu á húsnæðinu við þetta óhapp. Meðal annars gekk veggur innan dyra til og hurð brotnaði. Lögregla boðaði Vinnueftirlit ríkisins á staðinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesi. Þar segir einnig frá því óhappi að í vikunni lenti bíll á vegriði á Reykjanesbraut þegar ekið var fram úr honum og síðan sveigt fyrir hann. Hjólabúnaður bílsins festist í vegriðinu og varð að draga hana af vettvangi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun