fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Ísland fær hæstu einkunn

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 15:05

Mynd af vef Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er í hópi átta ríkja sem fá hæstu einkunn, 100 stig, í nýrri skýrslu Alþjóðabankans um konur og atvinnulíf. Skýrslan sýnir að þrátt fyrir umbætur á síðustu árum hafa konur enn að jafnaði aðeins þrjá fjórðu hluta lagalegrar stöðu á við karla í heiminum þegar kemur að vinnumarkaði og viðskiptum.

Í skýrslunni – Women, Business and the Law 2020 – eru tekin til skoðunar 190 hagkerfi. Rýnt er í lagaumhverfi og regluverk sem tengist vinnumarkaðsrétti kvenna. Niðurstaðan er sú að konum er enn mismunað á margvíslegan hátt og aðeins átta þjóðir fá fullt hús stiga.

Í skýrslunni eru sérstaklega teknar til skoðunar umbætur á lagaumhverfi og regluverki á átta sviðum á síðustu rúmum tveimur árum í þágu kvenna, frá júní 2017 til september 2019. Í ljós kemur að í 40 löndum hafa tekið gildi á 62 umbætur sem koma til með „að styðja við bakið á konum – helmingi mannkyns – að nýta hæfileika sína og stuðla að hagvexti og þróun,“ eins og segir í frétt frá Alþjóðabankanum í tilefni skýrslunnar.

 

Skýrslan sýnir engu að síður að staða kvenna er ákaflega misjöfn og meðal sumra þjóða hafa konur aðeins lítið brot af lagalegum rétti karla. Fram kemur í skýrslunni að flestar lagabætur hafa verið gerðar sem tengjast réttindum foreldra. Sextán þjóðir samþykktu að mati Alþjóðabankans jákvæðar breytingar á því sviði, meðal annars um fæðingarorlof og bann við uppsögnum barnshafandi kvenna. Þá hafa átta þjóðir í fyrsta sinn samþykkt lög um heimilisofbeldi, meðal sjö þjóða hafa ný lög verið sett gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum og tólf þjóðir hafa fært í lög umbætur í launamálum.

David Malpass forseti Alþjóðabankans telur bæði rétt og jákvætt frá efnahagslegu sjónarmiði að bæta lagaleg réttindi kvenna. Með auknu frelsi og vinnu utan heimilis taki konur þátt á vinnumarkaði og styrki hagkerfi þjóða sinna.

Auk Íslands fengu sjö aðrar þjóðir fullt hús í skýrslu Alþjóðabankans, Kanada, Belgía, Danmörk, Frakkland, Lettland, Lúxemborg og Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli