fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Eiríkur með kenningar um ráðabrugg Sjálfstæðisflokksins: „Umsókn hennar er liður í fléttu“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 10. janúar 2020 11:30

Svanhildur Hólm Valsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðningarferli nýs útvarpsstjóra hefur verið mikið í umræðunni síðan Magnús Geir Þórðarsson sagði upp starfi sínu síðastliðinn nóvember.

Aðstoðarkona fjármálaráðherra, Svanhildur Hólm Valsdóttir, er meðal þeirra sem hafa sótt um stöðuna. Sú ákvörðun hefur vakið mikla athygli en margir hafa velt því fyrir sér hvort Svanhildur muni fá stöðuna vegna tengsla sinna.

Svanhildur hefur um árabil verið aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og er dyggur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins. Hljóti hún starfið mun fólk eflaust velta því fyrir sér hvort hún hafi fengið stöðuna sökum hæfis, eða tengsla.

Liður í fléttu

Eiríkur Jónsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi ritstjóri, telur þó að Svanhildur muni ekki fá starfið. Hann er með kenningu um að Sjálfstæðisflokkurinn sé með stærri áform þegar kemur að Svanhildi.

„Svanhildur á ekki eftir að hreppa hnossið enda aldrei staðið til,“ segir Eiríkur um málið á vefsíðu sinni. „Umsókn hennar er liður í fléttu sem endar að öllum líkindum í Washington. Með því að ráða hana ekki sem útvarpsstjóra sýnir Sjálfstæðisflokkurinn að hann hygli ekki sínum og gerir auðveldara að skipa Svanhildi sendiherra í Washington þegar Geir Haarde hættir innan tíðar.”

Hvað segja lesendur? Gæti þetta verið rétt hjá Eiríki?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“