fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Lára sjáandi var grafin lifandi

Lára Ólafsdóttir varð fyrir hættulegri árás síðasta sumar – Lögregla hefur ekkert aðhafst í kæru hennar

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 06:00

Lára Ólafsdóttir Að sögn Láru varð hún fyrir alvarlegri árás um mitt síðasta sumar. Hún kærði málið til lögreglu þá þegar en lögregluembættið á Suðurlandi hefur ekkert aðhafst í málinu í rúma sjö mánuði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára Ólafsdóttir varð fyrir hættulegri árás síðasta sumar – Lögregla hefur ekkert aðhafst í kæru hennar

„Það er til skammar að lögreglan þaggi niður mál sem koma inn á hennar borð. Ég varð fyrir alvarlegri árás og hélt að það færi eðlilega leið í dómskerfinu. Ég bið aðeins um réttlæti,“ segir Lára Ólafsdóttir, stundum nefnd Lára sjáandi, í samtali við DV. Að sögn Láru varð hún fyrir alvarlegri árás í júní í fyrra við bæinn Langholt 1 í Árnessýslu. Að hennar sögn kom Ragnar Valur Björgvinsson, ábúandi að Langholti 2, og sturtaði yfir hana þungu hlassi af sandi úr hjólagröfu og mátti engu muna að skóflan hæfði Láru í höfuðið. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Lára meiddist illa á hné í árásinni og lagði þegar fram kæru til lögreglunnar á Hvolsvelli. Í rúma sjö mánuði hefur lögregla ekkert aðhafst í málinu og svarar ekki ítrekuðum beiðnum lögmanns Láru, Einars Gauts Steingrímssonar, um að verða skipaður réttargæslumaður. „Ég hef aldrei kynnst svona ósvífni af hálfu lögreglunnar í störfum mínum,“ segir Einar Gautur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“