Í gær birtist frétt á DV er varðaði Atla Jasonarson, sem greindi frá ofbeldi er hann varð fyrir í lögreglubíl. Fréttin vakti nokkurra athygli og í kjölfarið senti lögreglan tölvupóst DV vegna málsins.
Lögreglan segir að þetta mál og önnur sambærileg mál séu litin alvarlegum augum. Mál Atla á að hafa fengið hefðbundna meðferð, þar sem að öllum gögnum var komið til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglu. Nefnd þessi fer því með umsjón með málinu.
„Vegna umfjöllunar um mál karlmanns á þrítugsaldri, sem kvartaði undan meintu harðræði lögreglumanns sl. sumar, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að hún lítur slík tilvik ávallt alvarlegum augum. Eftir að kvörtun mannsins barst í júlí 2019 tók við hefðbundið verklag embættisins þar sem öllum gögnum málsins, m.a. upptökum úr myndavélum, var safnað saman og þau send nefnd um eftirlit með störfum lögreglu í lok ágúst 2019.“
Atli greindi frá því að hann hafi verið handtekinn fyrir litlar sakir og síðan verið beyttur ofbeldi af hendi lögregluþjóns í lögreglubíl.