fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Yfirmenn á Landspítalanum skora á Svandísi – „Ekki er mögulegt að tryggja fagmennsku, friðhelgi, öryggi og sýkingarvarnir“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 10:27

Kolbrún beinir spjótum sínum að Svandísi Svavarsdóttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vaktstjórar hjúkrunar á Bráðadeild G2 á Landspítalanum hafa skorað á heilbrigðisráðherra, Velferðarnefnd Alþingis og Stjórn Landspítala að finna lausn á vanda bráðadeildar Landspítala og það tafarlaust. Þetttta kemur fram í yfirlýsingu frá vaktstjórunum en RÚV greindi frá.

Vakstjórarnir lýsa alvarlegum áhyggjum sínum af ástandi deildarinnar í yfirlýsingunni. Þá taka þeir undir með Má Kristjánssyni, yfirlækni á Landspítalanum, en hann hefur varað við því að stórslys sé í aðsigi á deildinni. Lýsingar Más á aðstöðuleysi, þrengslum og óviðunandi ástandi „sem heldur bara áfram að versna“ eru staðfestar í yfirlýsingu vaktstjóranna.

„Ekki er mögulegt að tryggja fagmennsku, friðhelgi, öryggi og sýkingarvarnir við þessar aðstæður.“

Bráðadeild G2 er ekki hönnuð til að hýsa magnið af sjúklingum sem þar eru nú. Deildin er hönnuð til að sinna mest 35 sjúklingum en alla daga hýsir deildin um 20-40 sjúklinga til viðbótar við það. Ástæðan fyrir þessu er að sjúklingarnir sem eru til viðbótar hafa ekki fengið pláss á viðeigandi legudeildum spítalans. Þetta gerir það af verkum að vaktstjórarnir getta ekki stýrt Bráðamóttökunni sem skyldi og því liggja sjúklingar berskjaldaðir á göngum deildarinnar.

Starfsfólk spítalans reynir eftir fremsta megni að veita sjúklingum þjónustu en vaktstjórarnir vekja athygli á því að sjúklingarnir fái ekki jafn góða þjónustu á bráðamótttökunni og þeir fengju á viðeigandi legudeild. „Ekki er mögulegt að tryggja fagmennsku, friðhelgi, öryggi og sýkingarvarnir við þessar aðstæður.“

„Við vísum fullyrðingum um að ekki ríki neyðarástand á deildinni alfarið á bug. Það er neyðarástand á Bráðamóttöku Landspítala og mun það enda með ósköpum ef ekki er brugðist við með róttækum aðgerðum nú þegar,“ segja vaktstjórarnir og benda á að staðan sé svo slæm að erfitt eða jafnvel ómögulegt er að taka á móti nýjum sjúklingum. Sjúklingarnir þurfa því að bíða eftir þjónustu, ýmist á sjúkrabörum sjúkraflutningamanna eða þá á biðstofu.

Starfsfólkið á bráðadeildinni hefur margoft ítrekað áhyggjur sínar af vanda deildarinnar á undanförnum árum en þó hafa engar breytingar orðið á. „Vandi Landspítala er ekki einungis okkar heldur þjóðfélagsins í heild. Hvenær verður vandi sjúkrahússins leystur? Við hörmum að vera sett í þá stöðu að bera ábyrgð á starfsemi deildarinnar undir þessum kringumstæðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann