Maður einn fékk á sig nálgunarbann þann 8. desember árið 2017 gagnvart konu. Var honum bannað að koma að eða við heimili hennar, veita henni eftirför, heimasækja eða setja sig með nokkru móti í samband við hennar.
Samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 3. janúar síðastliðinn rauf maðurinn nálgunarbannið fimm sinnum snemma árs 2018 er hann sendi henni tölvupósta.
Málið hefur dregist mikið og meðal annars þess vegna hefur refsingu mannsins verið frestað. Einnig vegna þess að hann játaði brot sín og hefur ekki áður gerst brotlegur við lög.
Maðurinn var fundinn sekur um að hafa brotið nálgunarbannið en refsingu frestað ef maðurinn heldur almennt skilorð í tvö ár.