fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Eyjan

Ástandið á Bráðadeildinni er hneyksli

Egill Helgason
Mánudaginn 6. janúar 2020 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkona mín lenti í því að veikjast í nótt, fór á Bráðadeildina og beið þar sárþjáð í langan tíma. Allir kunna svona skelfingarsögur af Bráðadeildinni – hafa upplifað þetta sjálfir eða hafa heyrt um reynslu ættingja eða vina. Þarna hefur verið ófremdarástand ár eftir ár. Biðtíminn getur verið óhugnanlega langur. Umræðan um þetta gýs upp aftur og aftur, en ekkert virðist breytast. Það eru ekki gerðar neinar úrbætur – nú les maður að yfirlæknir segir að Bráðadeildin bjóði beinlínis hættu heim. Hún ráði ekki við verkefni sín, starfsfólkið kvíði vetrarmánuðunum, ef verði til dæmis stórt slys gæti myndast algjört ófremdarástand. Það myndi þá bætast ofan í flensur vetrarins.

Hvers vegna þetta úrræðaleysi? Hví er ekki hægt að laga þetta? Allir hljóta að skilja að þetta er algjörlega til skammar – og stórhættulegt. Líf og heilsa sjúklinga eru í veði.

Þetta getur ekki verið svo flókið. Jú, það þarf meira fjármagn. Fleiri starfsmenn – meira pláss. Ef ekki er hægt að stækka Bráðadeildina við Borgarspítalann þarf að opna aðra slíka deild, sem tæki þá kannski á öðruvísi vandamálum.

Ef yfirvöld heilbrigðismála fara ekki að bæta úr þessu, og það strax núna í vetur, þá getur maður ekki dregið aðra ályktun en að þarna ríki meiriháttar sinnuleysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum