fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Boðsferðir, kampavín og ofurlaun – Glamúrinn kominn aftur í íslenskt viðskiptalíf  – „Ég fæ ekki frið fyrir allskonar gylliboðum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. janúar 2020 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er allt í full swing og erum við komin aftur þar sem við vorum á árunum fyrir hrun. Maður sér það meðal annars á utanlandsferðum fyrirtækja með sína starfsmenn, launaþróun og svona mætti lengi telja.“

Þetta er haft eftir kvenkyns stjórnanda í fjármálafyrirtæki hér á landi í grein þeirra Ástu Dísar Óladóttur og Gylfa Magnússonar sem birt var í nýju tölublaði Tímarits um viðskipti og efnahagsmál. Greinin sem um ræðir byggir á rannsókn þeirra Ástu og Gylfa sem náði til nokkuð stórs hóps stjórnenda hér á landi hjá fyrirtækjum sem eru á lista yfir 300 stærstu fyrirtæki Íslands. Um var að ræða 31 karl og 11 konur. Kjarninn fjallaði um grein þeirra Ástu og Gylfa um helgina.

Bægslaganginum haldið bak við tjöldin

Í greininni er bent á að íslensk fyrirtæki hafi farið mikinn á árunum fyrir hrun 2008 en nú hafi verið ákveðið að skoða hvort stjórnunarhættir hafi breyst í íslensku viðskiptalífi frá 2008.

„Í ljós kom að stjórnendur í íslensku atvinnulífi eru sammála um að margt hafi breyst í stjórnunarháttum frá því fyrir hrun, óttinn við mistök hafi verið alls ráðandi í atvinnulífinu fyrst eftir hrunið og um tíma dró úr áhættusækni stjórnenda. Tíu árum síðar séu hlutirnir að nálgast ört það sem áður var, þótt hugsanlega sé aðeins meiri varkárni við ákvarðanatöku, meira regluverk og formfesta og meiri áætlanagerð en var. Skuldsetning virðist minni en var á árunum fyrir hrun, þó eru margir stjórnendur á því að rúmum 10 árum eftir hrun sé allt að fara í svipað horf og það var. Bægslaganginum sé þó núna að mestu haldið bak við tjöldin,“ segir í ágripi greinarinnar.

Bruðl, hroki og yfirgangur

Í greininni er meðal annars fjallað um hugtakið 2007 og voru stjórnendur beðnir um að skilgreina hvað 2007 stæði fyrir í þeirra huga. Ýmis svör komu, að því er segir í greininni, en öll áttu það sameiginlegt að tákna bruð, eyðslu um efni fram og lítið kostnaðaraðhald.

Hér má meðal annars sjá hvernig stjórnendur skilgreindu árið 2007: „Ef ég ætti að skilgreina 2007 þá myndi ég nota orð eins og kjánalegt, barnalegt, digurbarkalegt, byggir á forsendum sem eru ekki til staðar,“ sagði kvenkyns stjórnandi í upplýsingatækni. Karlkyns stjórnandi í upplýsingatækni sagði að 2007 væri í hans huga: „Bruðl, hroki og yfirgangur, græðgi, skammsýni og raunveruleikafirring voru einkennandi fyrir þennan tíma.“

„Já jesús, 2007 all over again“

Þá er bent á að sumir stjórnendur telji að lítið hafi breyst, en sömu „leikendur“ séu nú mættir aftur að borðinu tvíefldir. Þannig er haft eftir karlmanni sem stýrir heildsölufyrirtæki:

„Að mínu mati tel ég að fjármálafyrirtæki (bankar, fjárfestingasjóðir í umsjón banka ofl.) séu orðnir mjög fyrirferðamiklir gerendur í íslensku atvinnulífi þar sem oft er verið að kasta fjármunum á glæ með vonlausum fjárfestingum (United Silicon, hótelbyggingar o.fl). Einnig tel ég yfirbragð þessara fyrirtækja minna um margt á það sem maður sá fyrir 2007 með íburði og glæsileika (óhófi) sem almenn fyrirtæki gera ekki. Það sem undirstrikar þetta núna eru fréttir af sölu Skeljungs frá 2008 og hvernig gerendur í því leikriti eru orðin umsvifamikil í skráðum fyrirtækjum s.s. TM, VÍS og svo Kviku.“

Kvenkyns stjórnandi í framleiðslufyrirtæki sagði aðspurð hvort eitthvað hafi breyst: ,,Já jesús, 2007 all over again. Ég hélt í alvöru að við hefðum lært meira af hruninu, en það virðist ekki vera… En kampavínið er farið að flæða aftur og ég fæ ekki frið fyrir allskonar gylliboðum“.

Djammið komið á fullt

Karlkyns stjórnandi í framleiðslufyrirtæki kvaðst vera sammála þessu og sagði að ,,boðsferðir, gjafir og glamúr“ væru komin á fullt allt aftur. Þá talaði karlkyns stjórnandi í þjónustugeiranum um að ,,allt væri fljótandi í víni aftur og að djammið væri komið á fullt”. Þá nefndi hann, að því er segir í greinini að veiði- og aðrar boðsferðir væru komnar aftur á dagskrá fyrirtækja. Karlmaður, stjórnandi í fjármálafyrirtæki tók undir og sagði nákvæmlega ekkert hafa breyst. Hann talaði um að menn hefðu farið í felur í nokkur ár en nú ,,séu menn að fara í sama andskotans gírinn og fyrir hrun.“

Eins og að framan greinir voru viðmælendur sammála um að ýmislegt hefði breyst eftir hrunið, en þó var þeim tíðrætt um að „glamourinn“ væri kominn aftur eins og undirstrikað er hér að framan. Í greininni segir:

„Þá nefndu stjórnendur að mikið hafi breyst strax eftir hrun og aðhaldssemi, uppsagnir og 2007 hegðun eins og að þiggja boð í veiði hafi verið tabú. En að ástandið væri annað í dag, ,,Adam var ekki lengi í helvíti” og allt væri komið á fulla ferð aftur, að ástandinu svipaði að sumu leyti til þess sem hefði verið fyrir hrun. Þetta töldu stjórnendur að mætti greina á boðum í utanlandsferðir og á launaþróun, að bankastjórar og stjórnendur stærstu fyrirtækja væru aftur komnir með ofurlaun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“