fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Hyggjast mæla vindaðstæður í Meðallandi – Skoða uppsetningu vindorkugarða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. janúar 2020 07:59

Það þarf ekki vindmyllur til, bara loft. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Zephyr Iceland hefur sótt um leyfi til að setja upp búnað til mælinga á vindaðstæðum á Syðri Fljótum og Slýjum í Meðallandi. Fyrirtækið er að kanna fýsileika þess að koma upp vindorkugarði á svæðinu. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur tekið jákvætt í umsókn fyrirtækisins um að fá að setja mælibúnaðinn upp.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Í Meðallandi eru góðar vindaðstæður sem bjóða upp á mikið afl en á móti kemur að töluverð vegalengd er í flutningskerfi raforku hefur blaðið eftir Katli Sigurjónssyni, framkvæmdastjóra Zephyr Iceland.

Fram kemur að fyrirtækið hafi skoðað aðstæður á fleiri stöðum hér á landi og rætt við landeigendur en ekki hafi verið teknar neinar ákvarðanir um byggingu vindorkugarða. Haft er eftir Katli að umsóknir um rannsóknarleyfi og vindmælingar séu nú hjá nokkrum sveitarstjórnum og nái þær til um tíu svæða. Hann vildi ekki skýra frá hvaða svæði væru helst til skoðunar.

Að hans sögn getur ferli rannsókna og leyfisveitinga tekið töluverðan tíma og ýmislegt sé óljóst í tengslum við lagaumgjörð og hvort vindorka falli undir rammaáætlun. Þegar rannsókna- og leyfisferli er lokið getur vindorkugarður risið á tiltölulega skömmum tíma miðað við vatnsorku og jarðvarma.

Töluverð fjárfesting er í vindorkugörðum en haft er eftir Katli að miðað við markaðsaðstæður hér á landi sé ólíklegt að hver vindorkugarður verði stærri en um 50 megavött en það eru um 12 vindmyllur. Það kallar á um 10 milljarða króna fjárfestingu í hverjum vindorkugarði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Í gær

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu
Fréttir
Í gær

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum