fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Arnar deildi skoðunum sínum og allt varð brjálað: „Þú ert verulega sjúkt eintak“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. desember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Styr Björnsson sem er meðlimur í nýnasistahreyfingunni Norðurvígi hefur á síðasta sólarhring birt tvær færslur í Facebook-hópnum Málfrelsinu. Þar deilir fólk gjarnan umdeildum skoðunum.

Í einni færslu Arnars er áróðursmyndband þar sem niðrandi mynd af svörtu fólki, hinsegin-fólki og femínistum er dregin upp. Skilaboð myndbandsins eru að hinn vestræni heimur væri í betri stöðu hefði Þýskaland nasismans unnið síðari heimstyrjöldina.

Í hinni færslunni Arnars kvartar hann yfir því að gyðingar haldi upp á hátíðina Hanukkah á sama tíma og jólin eru haldin. Arnar hefur opinberlega sagst efast um helförina, það gerði hann í viðtali við Stundina.

Sjá einnig: „Öfgahægrimenn eins og Arnar hafa framið hryðjuverk og fjöldamorð“

Sjá einnig: Fyrrverandi formaður félags stúdenta við HÍ gegn ESB auglýsir nasískar skoðanir sínar

Fáir hafa lækað færslur Arnars, en þær hafa heldur betur vakið hörð viðbrögð. Fjöldi fólks hefur skilið eftir ummæli undir færslu Arnars, flestir gagnrýna hann harðlega. Hér að neðan má sjá nokkur þessara ummælanna:

„Ertu í alvörunni, fullorðinn maðurinn, að spyrja af hverju einhver óskar einhverjum öðrum gleðilegrar hátíðar? Er þetta skortur á félagslegri hæfni? Eða málfræðilegt vandamál? Hvað í ósköpunum skilur þú ekki við þá venju allra á plánetunni að óska hverju öðru gleðilegrar hátíðar þegar þær nálgast eða ganga í garð? Sama hvaða hátíð það nú kann að vera.“

„Aumkunarvert eintak af mannveru.“

„Ég sé ekkert að því að fólk haldi upp á sínar trúarhátíðir hér á landi enda er trúfrelsi hér. Það að þær séu á sama tíma og kristínar hátíðin breytir engu um það. Ég segi bara gleðilegt Hanukkah til gyðinga hér á landi og út um allan heim.“

„Kristnir hafa engan einkarétt á þessari tímasetningu til þess að halda hátíð. Það er engin tilviljun að mörg trúarbrögð haldi hátíð á þessum árstíma þar sem þetta byrjar flest allt sem fögnuður vetrarsólstöðu og dagurinn byrjar að lengja á ný. Hef ekki séð neinn verða móðgaðan við það að vera óskað gleðilegra jóla, óháð lífs-eða trúarskoðunum þeirra. Ef þér þykir svona óþægilegt að vera hluti af fjölmenningarsamfélagi þá mæli ég með því að þú flytjir út í óbyggðir til þess að stunda einveru.“

„Þú ert verulega sjúkt eintak.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“