Nú fer árið 2019 að líða undir lok og þá fer fólk að minnast þess sem gerðist á árinu. The Guardian tók saman nokkur atriði sem sýna fram á að árið 2019 hafi alls ekki verið svo slæmt eftir allt saman. Hér að neðan má sjá nokkra hluti sem sýna einmitt fram á það.
Fyrir nokkrum áratugum var hvalategundin hnúfubakur í mikilli útrýmingarhættu. Á níunda áratugnum voru einungis nokkur hundruð hnúfubaka í sjónum. Í dag eru þeir hinsvegar orðnir um það bil 25.000 talsins. Einnig hefur 2019 verið gott ár fyrir skjaldbökur. Stofn sjávar-skjaldbakna stækkað hefur um 980% frá áttunda áratugnum og í febrúar fannst risa-skjaldbaka á Galapagos-eyjunum, en talið var að sú tegund væri útdauð.
Bandaríska fótbolta-stjarnan Megan Rapinoe kom, sá og sigraði á árinu 2019. Hún varð heimsmeistari með liði Bandaríkjanna, þar sem hún vann gullskóinn. Auk þess vann hún Ballon D’or, ábyggilega virtustu verðlaun fótboltaheimsins. Það gerði Megan allt á meðan hún barðist gegn fordómum í garð hinsegin-fólks og öðru ójafnrétti í heiminum.
Mikið gerðist í rannsóknum á Alzheimer-sjúkdómnum árið 2019. Fjöldi vísindamanna hafa verið að rannsaka heilann og þróa lyf sem eiga að geta hægt á þróun sjúkdómsins. Höfuðrannasóknarmaður alþjóðlegu Alzheimer-samtakanna sagði í haust að eitthvað merkilegt væri framundan.
Umhverfis-aktívistinn Greta Thunberg var valin manneskja ársins hjá Time-tímaritinu og það ekki af ástæðulausu. þrátt fyrir að vara ung að árum hefur Greta gert magnaða hluti á árinu og verið fyrirmynd fyrir ansi marga. Ræða Gretu á ráðstefnu sameinuðu þjóðanna var líklega það sem vakti mesta athygli af öllu því sem hún gerði, en þá skammaði hún leiðtoga heims fyrir aðgerðarleysi í loftlagsmálum.
Í haust sameinaðist heimurinn vegna aðdáunnar sinnar á litla græna krúttið sem er kallað Baby Yoda. Baby Yoda er sögupersóna í þáttunum Mandalorian sem gerast í hinum víðfræga Star Wars-heimi. Krúttsprengjan er af sömu tegund og Jedi-meistarinn vinsæli, Yoda, en það er einmitt þaðan sem Baby Yoda fær nafn sitt.