Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, segir í samtali við Stundina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið að baki samsæri gegn syni sínum, Haraldi Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóra.
Líkt og áður hefur verið greint frá var gerður starfslokasamningur við Harald nýverið en hann fær þó samtals 57 milljónir króna á næstu tveimur árum. Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, fullyrt nýverið að Matthías hafi sagt sig úr flokknum og bar Stundin það undir ritstjórann fyrrverandi.
Hann neitaði að tjá sig hvort hann væri enn í flokknum en sagði þó að honum finnist Sjálfstæðisflokkurinn hafa komið illa fram við Harald: „Mér þótti það, mér þótti það. Þetta er reynslulítið fólk og þetta er ekkert mitt kompaní. Þetta var náttúrulega einhvers konar samsæri gegn drengnum, að mínu mati.“