MMR framkvæmdi könnun á dögunum um vinsældir íslensku jólasveinanna. Heildarfjöldi svarenda var 1.014 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Það kemur kannski ekki mörgum á óvart, en Kertasníkir er vinsælasti jólasveininn fimmta árið í röð með 29 prósent tilnefninga. Kertasníkir er mun vinsælli meðal kvenna, en 39 prósent kvenna sögðu hann uppáhalds jólasveininn, samanborið við 18 prósent karla.
Vinsældir Stúfs hafa aukist á milli ára og situr hann í öðru sætinu, en aðeins prósentustigi á eftir Kertasníki. Stúfur reyndist hlutskarpastur á meðal karla en 24 prósent þeirra nefndu hann sem sinn uppáhalds jólasvein, samanborið v ið 32 prósent kvenna.
Í þriðja sæti er Hurðaskellir með 11 prósent tilnefninga.