fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Þóttist vera í flogakasti og handleggsbraut konu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. desember 2019 10:26

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa handleggsbrotið konu í miðbænum fyrir þremur árum. Ýtti hann við konunni í Hafnarstræti þannig að hún féll í götuna og handleggsbrotnaði í fallinu.

Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa kókaín í fórum sínum og fyrir brot á vopnalögum fyrir að bera á sér hníf.

Þann 29. október voru lögregla og sjúkralið send á vettvang í Hafnarstræti vegna manns sem virtist vera í flogakasti. Var viðbragðsaðilum sagt að þetta væri uppgerð og þegar manninum var synjað um akstur með sjúkrabíl spratt hann á fætur og hljóp burtu.

Stúlkan sem varð fyrir árás hans kærði árásina og stemmdi lýsing hennar við frásagnir af atferli mannsins sem var að veitast að fólki á þessu svæði.

Maðurinn neitaði sök og sagði atvikið ekki hafa verið árás heldur óviljaverk.

Hann var sakfelldur og dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða konunni sem handleggsbrotnaði hálfa milljón króna í skaðabætur. Ennfremur var hann dæmdur til að greiða sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun upp á 400.000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu