fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Viðkvæm staða og slæm veðurspá

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. desember 2019 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar níu dagar eru liðnir frá óveðrinu sem skall á í síðustu viku er staðan á flutningskerfi rafmagns enn viðkvæm og þá er veðurspá fyrir austan ekki góð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti.

Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á austanverðu landinu; Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. Búist er við stormi eða hríðarveðri á þessum slóðum í dag og fram á nótt.

Svona er staðan á flutningskerfinu samkvæmt tilkynningu Landsnets:

Suðurnesjalína 1
Fundist hefur skemmdur einangrari í línunni við Fitja. Ástand hans er þannig að fara þarf í viðgerð og er áætlað að línan fari úr rekstri í um þrjár klukkustundir frá klukkan 10. Fyrirhugað er að hafa Reykjanes í sjálfstæðri einingu aðskilið frá meginflutningskerfinu á meðan viðgerð stendur. Ef allt gengur að óskum eiga notendur ekki að finna fyrir truflunum.


Tengivirkið í Hrútatungu

Tengivirkið var hitamyndað í gær og ennþá mælist töluverð selta. Metið verður nánar í dag hvort fara þurfi í frekari hreinsun á virkinu.


Dalvíkurlína 1

Viðgerð lauk í gær og var línan spennusett um kl. 18:30. Rafmagn frá flutningskerfinu er því komið á Dalvík.


Kópaskerslína 1

Viðgerð gekk vel í gær og hafa nú allir staurar verið reistir. Í gærkvöldi komu 10 menn til viðbótar í hópinn frá viðgerðarhóp Dalvíkurlínu. Spáin á svæðinu fyrir föstudaginn er ekki góð og er því stefnt á að nýta daginn í dag eins vel og hægt er. Enn er áætlað að viðgerð verði lokið um helgina.

Fljótsdalslína 4

Bilun varð á línunni í gær þegar festing, sem tengir skálakeðju, brotnaði. Við nánari skoðun í gær kom í ljós að mastrið hefur skemmst í toppinn og fara þarf í lagfæringar á því fyrst. Viðgerð gæti því tekið nokkra daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu