fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Flutti sterk verkjalyf til landsins frá Alicante

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. desember 2019 09:55

Oxycontin var á meðal fjölmargra lyfjategunda sem Ísak flutti til landsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir umferðarlagabrot, fjársvik og lyfja- og tollalagabrot.

Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að flytja til landsins töluvert magn sterkra verkjalyfja og annarra lyfja. Maðurinn var stöðvaður í Leifsstöð þann 4. nóvember 2017 þegar hann kom til landsins frá Alicante á Spáni. Í fórum hans fundust 274 töflur af Contalgin, 54 töflur af Oxycontin, 175 töflur af Alprazolam, 41 tafla af Medikiniet og 54 töflur af Valíum. Lyfin fundust við leit í farangri mannsins, nærfötum og innvortis í líkama hans.

Þá var maðurinn ákærður fyrir að nota stolið greiðslukort þegar hann greiddi fyrir varning í nokkrum verslunum árið 2017. Um var að ræða sex færslur, samtals að fjárhæð 89 þúsund krónur. Loks var hann ákærður fyrir að aka í eitt skipti undir áhrifum fíkniefna.

Maðurinn játaði sök fyrir dómi en sakaferill hans nær aftur til ársins 1995. Auk þess að sæta fimm mánaða fangelsi var manninum gert að greiða þóknun verjanda síns, 120 þúsund krónur og rúmar 100 þúsund krónur í annan sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu