fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Tjónið nokkur hundruð milljónir: „Kostnaður er að hlaðast upp“ – Vonast eftir rigningu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2019 07:57

Myndin er úr safni og tengist frétt ekki beint. Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vitum að tjón hleypur væntanlega á hundruðum milljóna,“ segir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik, í Morgunblaðinu í dag. Enn eru víða rafmagnstruflanir þó brátt sé liðin vika frá því að óveðrið mikla gekk yfir landið með tilheyrandi tjóni.

„Nú erum við að bjarga rafmagni. Kostnaður er að hlaðast upp en við tökumst á við hann seinna. Það er sömuleiðis mikið tjón hjá viðskiptavinum okkar. Við munum skoða þetta tjón betur síðar,“ segir Tryggvi við Morgunblaðið.

Rafmagn fór af í Skagafirði í gærmorgun og hafa truflanir verið áberandi upp á síðkastið víðar. Selta í kerfinu veldur umræddum truflunum og bendir Tryggvi á að bilanir séu í Blöndudal og Svartárdal sem verið er að vinna að.

„Allt kerfið er viðkvæmt. Það er selta og það eru truflanir af og til. Það er mjög erfitt að eiga við það, í raun og veru þyrfti að fara upp í hvern einasta staur og hreinsa. Svo má vonast til þess að það rigni eitthvað aðeins svo það skolist af,“ segir Tryggvi við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Í gær

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ