fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Davíð Oddsson hjólar í borgaryfirvöld: „Væri ekki nær fyr­ir borg­ina að skoða það“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. desember 2019 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir sem nú stýra Reykja­vík­ur­borg hafa þann hátt­inn á að eiga sem minnst sam­ráð við borg­ar­búa,“

Svona hefjast staksteinar Morgunblaðsins en í þeim er hjólað rækilega í borgaryfirvöld fyrir að „hlusta ekki á um­kvart­an­ir eða ábend­ing­ar og tak­marka aðgengi að borg­ar­stjóra þannig að al­menn­ir borg­ar­bú­ar eigi þess eng­an kost að koma sjón­ar­miðum sín­um á fram­færi.“

„Um þetta eru því miður fjöl­mörg dæmi sem ekki verða rak­in hér enda mörg hver vel þekkt,“ segir í pistlinum. „Senni­lega veit meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn af þessu þó að hann viður­kenni það ekki og ef til vill er það þess vegna sem hann held­ur kosn­ing­ar á hverju ári um eitt og annað smá­legt.“

Þá er þáttakan í íbúakosningunum fyrir verkefnið Hverfið mitt tekin fyrir og hún sögð vera með fádæmum léleg. „Borg­in birti engu að síður frétt á vef sín­um í fyrra­dag þar sem sagði í fyr­ir­sögn: Besta kosn­ingaþátt­tak­an til þessa.“

Ritstjórn Morgunblaðsins gagnrýnir þetta harðlega. „Þessi besta kosn­ingaþátt­taka sög­unn­ar var þegar nán­ar var gáð rúm 12% og inn­an skekkju­marka sú sama og árið áður,“ segir ritstjórnin og bendir á að þáttakan sé að vísu skárri en þegar verst lét, þegar kosningaþáttakan fór undir 6%. Þá segir í pistlinum að þessar tölur lýsi engu öðru en því að áhuginn á kosningunum sé nánast enginn.

„Væri ekki nær fyr­ir borg­ina að skoða það hvers vegna svo lít­ill áhugi er á að taka þátt frek­ar en að hrósa sér af því að þátt­taka auk­ist um eitt pró­mill eða svo? Vilji borg­ar­yf­ir­völd veg beins lýðræðis meiri er ör­ugg­lega ekki rétta leiðin að um­gang­ast það með þess­um hætti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki