fbpx
Sunnudagur 29.júní 2025
433Sport

Íslendingur kemst á lista yfir 25 efnilegustu leikmennina – Leikmaður Víkings Ó. einnig sjáanlegur

Victor Pálsson
Mánudaginn 9. desember 2019 20:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn Íslendingur kemst á lista yfir 25 efnilegustu leikmenn Skandinavíu en þessi listi var birtur í kvöld.

Leikmenn á borð við Martin Odegaard (Real Madrid), Sander Berge (Genk) og Erling Haland (RB Salzburg) skipa efstu sætin.

Íslendingurinn umtalaði er hinn efnilegi Alfons Sampsted sem er 21 árs gamall bakvörður IFK Norrkoping. Hann er í 10. sæti listanns.

Alfons kannast flestir knattspyrnuaðdáendur við en hann var lánaður til Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Alfons hefur verið hjá Norrkoping frá árinu 2017 og var einnig lánaður til IF Sylvia og Landskrona.

Hann á að baki tvo deildarleiki fyrir sænska liðið og mun reyna að vinna sér inn sæti í liðinu á næstu leiktíð.

Alfons vakti fyrst athygli með Blikum hér heima og vakti athygli sænska liðsins sem samdi við hann til ársins 2020.

Annar leikmaður sem spilar á Íslandi er á listanum en það er vængmaðurinn Martin Kuittinen.

Kuittinen er fæddur árið 1997 en hann gekk í raðir Víkings Ó. í apríl frá portúgalska liðinu Sintrense.

Finninn spilaði 17 leiki með Víkingum í Inkasso-deildinni í sumar og skoraði í þeim tvö mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

24 ára en hefur skorað 300 mörk á ferlinum

24 ára en hefur skorað 300 mörk á ferlinum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breskir miðlar fjalla mikið um nýjasta Íslandsvininn – Benda á hvað íslenskir miðlar hafa að segja

Breskir miðlar fjalla mikið um nýjasta Íslandsvininn – Benda á hvað íslenskir miðlar hafa að segja
433Sport
Í gær

Eru skyndilega með þykkt veski og vilja taka Gyokeres fyrir framan nefið á Arsenal og United

Eru skyndilega með þykkt veski og vilja taka Gyokeres fyrir framan nefið á Arsenal og United
433Sport
Í gær

Stelpurnar okkar kláruðu dæmið snemma en tóku fótinn svo af bensíngjöfinni í hitanum

Stelpurnar okkar kláruðu dæmið snemma en tóku fótinn svo af bensíngjöfinni í hitanum
433Sport
Í gær

Newcastle vill kaupa þrjá leikmenn – Joao Pedro er ofarlega á lista

Newcastle vill kaupa þrjá leikmenn – Joao Pedro er ofarlega á lista
433Sport
Í gær

Halda því fram að United sé komið í bílstjórasætið að fá Gyokeres

Halda því fram að United sé komið í bílstjórasætið að fá Gyokeres