fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Hvað getur Solskjær gert í janúar?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. desember 2019 11:40

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf hægt að versla þá leikmenn í janúar sem félagið hefur áhuga á, stundum þurfa félög að bíða fram á sumar.

Manchester United er eitt þeirra félaga sem mun reyna að styrkja sig í janúar, liðið er í tómu veseni með þunnskipaðan hóp af sóknarmönnum.

Sagt er í enskum blöðum í dag að Ole Gunnar Solskjær vilji leikmenn i janúar en Erling Braut Haaland, 19 ára framherji Salzburg er mest nefndur til sögunnar. United telur sig geta fengið hann, norski framherjinn lék undir stjórn Solskjær í Noregi.

Jadon Sancho, kantmaður Dortmund er eftirsóttur en bæði Liverpool og Manchester United vilja fá hann.

Möguleiki er á að fá Sancho í janúar en ekki er oft sem félag er tilbúið að borga 100 milljónir punda á þeim tíma. Sancho er 19 ára gamall en hann hefur slegið í gegn í Þýskalandi.

Hann er hins vegar ósáttur með framkomu þjálfara Dortmund en hegðun hans utan vallar hefur verið gagnrýnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Isak er búinn í aðgerð

Isak er búinn í aðgerð
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM
433Sport
Í gær

58 ára á leið í nýtt lið

58 ára á leið í nýtt lið