Það er ekki alltaf hægt að versla þá leikmenn í janúar sem félagið hefur áhuga á, stundum þurfa félög að bíða fram á sumar.
Manchester United er eitt þeirra félaga sem mun reyna að styrkja sig í janúar, liðið er í tómu veseni með þunnskipaðan hóp af sóknarmönnum.
Sagt er í enskum blöðum í dag að Ole Gunnar Solskjær vilji leikmenn i janúar en Erling Braut Haaland, 19 ára framherji Salzburg er mest nefndur til sögunnar. United telur sig geta fengið hann, norski framherjinn lék undir stjórn Solskjær í Noregi.
Jadon Sancho, kantmaður Dortmund er eftirsóttur en bæði Liverpool og Manchester United vilja fá hann.
Möguleiki er á að fá Sancho í janúar en ekki er oft sem félag er tilbúið að borga 100 milljónir punda á þeim tíma. Sancho er 19 ára gamall en hann hefur slegið í gegn í Þýskalandi.
Hann er hins vegar ósáttur með framkomu þjálfara Dortmund en hegðun hans utan vallar hefur verið gagnrýnd.