Burnley tapaði stórt á heimavelli í gær er liðið mætti meisturum Manchester City á Turf Moor. City var í stuði í leiknum og byrjaði vel með tveimur mörkum frá Gabriel Jesus.
Spánverjinn Rodri bætti svo við þriðja markinu á 68. mínútu með frábæru skoti fyrir utan teig. Riyad Mahrez bætti við fjórða marki City áður en Robbie Brady minnkaði muninn fyrir heimamenn en lokastaðan, 1-4.
Rodri var líklega besti maður vallarins og var Pep Guardiola spurður út í hann eftir leik. ,,Rodrigo hjálpar okkur alltaf í þessum aðstæðum, hann aðlagast okkur og hentar þessari deild frábærlega,“ sagði Guardiola.
Guardiola var hins vegar eitthvað að hugsa um annað og fór að röfla um Bayern. ,,Ég held að Bayern, Bayern? Manchester City hafi keypt. Bayern, hvað í fjandanum?
,,Ég veit ekki hvað ég var að hugsa.“
Atvikið má sjá hér að neðan.
You ok, Pep? 🤣 pic.twitter.com/BmLJCHeMOi
— ESPN UK (@ESPNUK) December 4, 2019