Manchester United er til í að skipta á Christian Eriksen og Nemanja Matic í janúar ef marka má fréttir dagsins. Eriksen er á útsölu í janúar, annars fer hann frítt frá Tottenham næsta sumar.
Eriksen vill ekki gera nýjan samning við Tottenham og því er félagið í vondri stöðu, að skipta á honum og Matic gæti hentað félaginu vel.
Jose Mourinho veit hvað hann fær frá Matic en þeir unnu saman hjá Chelsea og United, Matic er ekki í plönum Ole Gunnar Solskjær.
Eriksen er 27 ára gamall og vill betri laun en Tottenham er tilbúið að borga honum. Hann er þó sagður vilja fara til Ítalíu eða Spánar.
United og Tottenham mætast í kvöld og ekki er búist við því að þessir tveir verði í byrjunarliðum liðanna.