fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Fannst framkoma Kötu Jak ekkert fyndin: „Er enginn virðing borin fyrir Alþingi lengur?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2019 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra mætti í þingsal með Liverpool trefil. Katrín er hörð stuðningskona félagsins sem situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Trefill, Katrínar hefur vakið mikla athygli og hafa erlendir fjölmiðlar meðal annars fjallað um málið. Rætt var um málið í hlaðvarpsþættinum, Steve dagskrá í gær.

,,Er enginn virðing borin fyrir Alþingi lengur?,“ sagði Andri Geir Gunnarsson, í léttum tón en hann stýrir þættinum sem nýtur nokkurra vinsælda.

Hjálmar Örn Jóhannesson, áhrifavaldur var gestur í þættinum og honum var ekki skemmt að sjá forsætisráðherra Íslands með Liverpool trefil. Hjálmar er harður stuðningsmaður Tottenham.

,,Mér finnst allt svona, ekkert fyndið. Ég er bara Spursari, mér finnst þetta bara ekkert fyndið. Mér fyndist þetta geggjað ef einhver væri með Tottenham trefil, mér fannst ekki fyndið að þetta væri Liverpool trefill.“

Hjálmar rifjaði upp þegar Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV mætti með nælu í sjónvarpið. ,,Bogi var einu sinni með Tottenham nælu í sjónvarpsfréttum, það fannst mér geggjað. Þetta var of mikið.“

Katrín útskýrði á RÚV í síðustu viku af hverju hún var með þennan trefil í þingsal. ,,Mér þykir mjög vænt um þennan trefil, eiginmaðurinn minn gaf mér hann,“ sagði Katrín í þættinum Vikan með Gísla Marteini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM
433Sport
Í gær

Arsenal vill manninn sem barðist við Rúnar á síðustu leiktíð

Arsenal vill manninn sem barðist við Rúnar á síðustu leiktíð
433Sport
Í gær

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum