fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Fannst framkoma Kötu Jak ekkert fyndin: „Er enginn virðing borin fyrir Alþingi lengur?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2019 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra mætti í þingsal með Liverpool trefil. Katrín er hörð stuðningskona félagsins sem situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Trefill, Katrínar hefur vakið mikla athygli og hafa erlendir fjölmiðlar meðal annars fjallað um málið. Rætt var um málið í hlaðvarpsþættinum, Steve dagskrá í gær.

,,Er enginn virðing borin fyrir Alþingi lengur?,“ sagði Andri Geir Gunnarsson, í léttum tón en hann stýrir þættinum sem nýtur nokkurra vinsælda.

Hjálmar Örn Jóhannesson, áhrifavaldur var gestur í þættinum og honum var ekki skemmt að sjá forsætisráðherra Íslands með Liverpool trefil. Hjálmar er harður stuðningsmaður Tottenham.

,,Mér finnst allt svona, ekkert fyndið. Ég er bara Spursari, mér finnst þetta bara ekkert fyndið. Mér fyndist þetta geggjað ef einhver væri með Tottenham trefil, mér fannst ekki fyndið að þetta væri Liverpool trefill.“

Hjálmar rifjaði upp þegar Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV mætti með nælu í sjónvarpið. ,,Bogi var einu sinni með Tottenham nælu í sjónvarpsfréttum, það fannst mér geggjað. Þetta var of mikið.“

Katrín útskýrði á RÚV í síðustu viku af hverju hún var með þennan trefil í þingsal. ,,Mér þykir mjög vænt um þennan trefil, eiginmaðurinn minn gaf mér hann,“ sagði Katrín í þættinum Vikan með Gísla Marteini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill