fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Ákærður fyrir kynferðisbrot á Vogi: Fær að vera í salnum meðan stúlkan gefur skýrslu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn stúlku þegar þau voru saman í meðferð á Vogi þarf ekki að víkja úr dómsal meðan stúlkan gefur skýrslu við aðalmeðferð málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað að maðurinn skyldi yfirgefa salinn en Landsréttur sneri þeim úrskurði við í gær.

Stúlkan var sextán ára þegar meint brot var framið en í ákæru segir að hann hafi tælt stúlkuna til að hafa við sig munnmök á salerni sjúkrahússins á Vogi í febrúar 2018. Þá hafi hann gefið henni lyfin Stesolid og Ritalin uno gegn því að hún hefði við hann munnmök.

Í frétt DV í fyrra kom fram að bæði maðurinn og stúlkan hafi verið í meðferð þegar atvikið átti sér stað. Manninum hafi verið vikið umsvifalaust úr meðferð þegar upp komst um málið. Meðal gagna málsins voru upptökur úr öryggismyndavélum þar sem mátti sjá að maðurinn var í samskiptum við stúlkuna og fór með hana afsíðis.

Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að lög kveði á um rétt sakborninga til að vera við aðalmeðferð máls. Þó geti dómari ákveðið að víkja viðkomandi úr þinghaldi ef hann telur að nærvera ákærða geti orðið vitninu sérstaklega til íþyngingar og haft áhrif á framburð þess.

Landsréttur mat það svo skilyrði hvað þetta varðar væru ekki uppfyllt. Þannig væru engin tengsl milli stúlkunnar og mannsins í dag og þá þótti óljóst, samkvæmt ódagsettu vottorði sálfræðings, hvað það væri sem gæti orðið stúlkunni íþyngjandi.

„Af  framangreindu vottorði sálfræðingsins verður ekki skýrlega ráðið hvaða sérstöku rök liggja að baki því mati að nærvera varnaraðila geti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi og með hvaða hætti það geti haft áhrif á framburð hennar […]Þá er vottorðið ódagsett og tekur mið af meðferðarviðtölum við brotaþola sem fóru fram fyrir rúmu ári síðan er hún dvaldi á […] en ekki hafa verið lögð fram í málinu gögn sem varpa ljósi á aðstæður hennar og líðan í dag.

Með hliðsjón af framangreindu eru ekki efni til að líta svo á að aðstæður séu með þeim hætti að unnt sé að víkja frá þeirri meginreglu […] að ákærði fái að vera viðstaddur þegar brotaþoli gefur skýrslu fyrir dómi. Verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi,“ segir í úrskurði Landsréttar.

Í úrskurði héraðsdóms kom fram að stúlkan nyti enn umsjónar barnaverndar þrátt fyrir að vera orðin 18 ára þar sem hún er talin vera í mjög viðkvæmri stöðu. „Þá verður ráðið að líðan brotaþola þokist í rétta átt en staða hennar sé engu að síður viðkvæm. Að þessu virtu þurfi að taka sérstakt tillit til þessa við meðferð málsins fyrir dómi, bæði hvað varðar líðan og bata brotaþola en einnig svo að skýrslutakan geti farið vel fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni