Mánudagur 18.nóvember 2019
Fréttir

Ákærður fyrir að brjóta á 16 ára stúlku á Vogi – Rekinn úr meðferð þegar málið komst upp

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. október 2019 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæra hefur verið gefin út á hendur karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn 16 ára stúlku. DV greindi fyrst frá málinu í mars 2018 en í frétt mbl.is í dag kemur fram að ákæra gegn manninum hafi verið þingfest á þriðjudag í héraðsdómi.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tælt stúlkuna til að hafa við sig munnmök á salerni sjúkrahússins á Vogi í febrúar 2018. Þá hafi hann gefið henni lyfin Stesolid og Ritalin uno gegn því að hún hefði við hann munnmök, að því er segir í frétt mbl.is.

Í frétt DV í fyrra kom fram að bæði maðurinn og stúlkan hafi verið í meðferð þegar atvikið átti sér stað. Manninum hafi verið vikið umsvifalaust úr meðferð þegar upp komst um málið. Meðal gagna málsins voru upptökur úr öryggismyndavélum þar sem mátti sjá að maðurinn var í samskiptum við stúlkuna og fór með hana afsíðis.

Þá kom fram í fréttinni að á Vogi væri meðferð fyrir unglinga og fullorðna. Unglingarnir væru á deild sem oft væri nefnd bangsadeildin og svefnálmur væru aðskildar. Það kæmi hins vegar ekki í veg fyrir að hinir fullorðnu hefðu greiðan aðgang að unglingunum. Hinir fullorðnu fíklar og unglingarnir nota sama reykingarsvæði, borða í matsalnum og þá sitja þau sömu fyrirlestra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fæðingarorlofssjóður gegn einstæðum

Fæðingarorlofssjóður gegn einstæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elliði skrifar um Samherjamálið og segir fólki að róa sig – Mútuþægni í Namibíu segi ekkert um íslenskan veruleika

Elliði skrifar um Samherjamálið og segir fólki að róa sig – Mútuþægni í Namibíu segi ekkert um íslenskan veruleika
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðherrar og þingmenn heimsóttu Samherja – Sjáið myndirnar

Ráðherrar og þingmenn heimsóttu Samherja – Sjáið myndirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Svona búa Samherjar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Margrét þarf þína hjálp – Keyrt á dóttur hennar: „Spurði hvort væri í lagi með hana og keyrði svo í burtu“

Margrét þarf þína hjálp – Keyrt á dóttur hennar: „Spurði hvort væri í lagi með hana og keyrði svo í burtu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Alelda bíll við Gylfaflöt – Vegfarendur heyrðu sprengingar

Alelda bíll við Gylfaflöt – Vegfarendur heyrðu sprengingar