fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Margir minnast Gissurar: „Látinn fyrir aldur fram er góður maður“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gissur Gunnarsson, 46 ára gamall Reykvíkingur, lést á dögunum en hann greindist með afar sjaldgæft heilaæxli en hann kenndi sér fyrst meins í byrjun þessa árs. Að sögn eftirlifandi eiginkonu hans tók langan tíma að finna út hvað amaði að Gissuri. Sjúkdómurinn dró Gissur til dauða fyrir örfáum dögum.

Gissur var Pírati og virkur í flokksstarfi Pírata án þess að sækjast eftir metorðum. Margir innan flokksins minnast hans á Facebook. Sara Oskarsson, listakona og varaþingmaður Pírata, segir að Gissur hafi haft sterka réttlætiskennd.

Sjá einnig: Gissur er látinn: „Hann var elskaður og dáður og öllum leið vel í návist hans“

„Bjartasta brosið í herberginu átti Gissur Gunnarsson. Oft stóð hann uppi á meðan að aðrir sátu. Prakkarabrosið smitaði líka út frá sér og var oft undanfari einhvers hnitins brandara. Og hlýjan flæddi samhliða kímninni. Gissur virtist alltaf vilja skapa glatt og létt andrúmsloft á meðal fólks. Hjá honum fann maður sig alltaf velkominn. Hjá honum voru allir velkomnir. Réttlætiskennd Gissurar var grimmsterk. Hann var réttsýnn og tryggur – og stóð alltaf með réttlætinu, sama hver átti í hlut,“ skrifar Sara á Facebook.

Traustur vinur og samstarfsmaður

Hún segir að honum hafi ávallt verið heillandi. „Honum blöskraði mismunun á grundvelli kynþátta og trúar meira en flest annað og skrifaði greinina: „Ég er hræddur og ég hata” um málefnið. Lifandi, dansandi norðurljósahiminn gat auðveldlega heillað Gissur upp úr skónum og gaf honum ófá tilefni til þess að grípa í nýjustu linsuna sína og reyna að fanga náttúruundrið. En það var ekkert á þessari jörðu né á himni sem heillaði og fangaði hug, sál og hjarta Gissurrar eins og elsku Flori hans. Ástin þeirra var áberandi sterk og leiftrandi falleg. Það sást langar leiðir að þau voru samstiga hjón sem báru mikla virðingu fyrir hvoru öðru. Hjón sem hefðu átt að fá að njóta lífsins áfram og fá að verða síðar gömul saman. En ískaldir sviptivindar dauðans hafa nú komið í veg fyrir þá eðlilegu kröfu,“ segir Sara.

Að lokum þakkar hún honum fyrir samfylgdina. „Ég þakka fyrir samvinnuna við Gissur; Strandhögg, (sem var þátturinn okkar Þórhildar Sunnu sem Gissur var framleiðandi á), framboðsmyndbönd og ýmislegt Píratastarf sem við unnum saman síðastliðin fimm ár. Gissur tók uppnám og ósætti fólks í milli mjög nærri sér, en hann trúði alltaf á það að friður næðist ef að kærleikur, umburðarlyndi og vinátta fengju að komast að. Gissur var mér traustur vinur og samstarfsmaður. Minningin um gullhjarta Gissurar lifir áfram í mínu eigin.“

Klár, réttsýnn og hjartahlýr

Eva Lind Þuríðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, minnist Gissurar jafnframt í athugasemd við færslu Sara. „Tek undir hvert einasta orð með Söru, þín verður sárt saknað Gissur og þá sérstaklega grallarans og léttleikans. Þú hafðir þann eiginleika að vera hugljúfur enn standa á sama tíma alltaf fast á þínu. Verkefnin og hugmyndirnar sem þið Thorlaug, fenguð mann úti í hreint alveg með ólíkindum. Takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar elsku vinur um leið og ég sendi ættingjum og þeim sem nær þér stóðu innilegar samúðarkveðjur,“ segir Eva Lind.

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, skrifar stutta en kjarnyrta færslu um Gissur. „Látinn fyrir aldur fram er góður maður, hann Gissur Gunnarsson. Klár, réttsýnn og hjartahlýr. Ég mun sakna þess sárt að ræða við hann og bralla með honum um pólitík og samfélagsmál. Ég votta aðstandendum hans innilega samúð mína.

Deyr fé

deyja frændur,

deyr sjálfur hið sama

ég veit einn

að aldrei deyr,

dómur um dauðan hvern“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Í gær

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað